Körfubolti

Ekkert partístand á leikmönnum Miami

Dwyane Wade vill að félagar hans í liði Miami sýni fagmennsku í úrslitakeppninni
Dwyane Wade vill að félagar hans í liði Miami sýni fagmennsku í úrslitakeppninni Nordic Photos/Getty Images

Fyrirliðinn Dwyane Wade hefur lagt félögum sínum í liði Miami Heat strangar reglur fyrir leikina gegn Miami í úrslitakeppninni í NBA.

Miami mætir Atlanta í fyrstu umferðinni og verður liðið nokkra daga í Atlanta í kring um tvo fyrstu leikina. Atlanta er ein vinsælasta borgin í NBA deildinni fyrir leikmenn og hefur upp á nóg af skemmtun að bjóða eftir að kvölda tekur.

Wade og Udonis Haslem eru fyrirliðar Miami og þeir ákváðu að fara að fordæmi sér eldri leikmanna sem áður léku með liðinu og setja á útgöngubann á meðan liðið er í Atlanta.

Félögum þeirra í liðinu verður leyft að fara út og fá sér að snæða, en klúbbahopp verður ekki á boðstólnum.

Þjálfari Miami, Erik Spoelstra, er mjög hrifinn af uppátæki leikmanna liðsins og segist hvergi hafa komið nærri þessari ráðstöfun.

"Þetta er besta dæmi um leiðtogahæfileika sem ég hef séð síðan ég kom hingað," sagði þjálfarinn ánægður.

Fyrsti leikur Atlanta og Miami er á miðnætti í kvöld.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×