Ekki lokahópur fyrir EM í Austurríki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. október 2009 07:00 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari býr íslenska landsliðið undir EM í Austurríki. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenska landsliðið kom saman í gær í fyrsta sinn síðan í vor og mun æfa saman alla þessa viku. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að vegna mikilla meiðsla og fjarveru leikmanna á undanförnu ári sé hann nú með flesta af sínum sterkustu leikmönnum saman á einum stað í fyrsta sinn í fjórtán mánuði – síðan Ólympíuleikunum lauk í Peking. Þrír eru reyndar fjarverandi nú vegna meiðsla: Einar Hólmgeirsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Logi Geirsson. Ákveðið var af þessum sökum að þessi vika yrði undirlögð af æfingum og ekki yrðu spilaðir æfingaleikir við aðrar þjóðir eins og oft hefur tíðkast þegar landsliðið kemur saman. „Þegar verst lét vantaði níu Ólympíufara í landsliðið og því var ákveðið að nýta þessa viku til að æfa liðið saman, rifja upp það sem við höfum verið að gera og koma okkur í gang. Við munum æfa leikkerfi, varnarleik, hraðaupphlaup og flest það sem snertir okkar leik,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið. Til stendur svo að leika svokallaðan pressuleik gegn úrvalsliði úr N1-deild karla sem íþróttafréttamenn munu sjá um að velja. Það verður kærkomið tækifæri fyrir Guðmund að sjá leikmenn sem spila hér á landi þar sem hann er alla jafna í Danmörku en þar starfar hann sem þjálfari GOG. Hann hefur þó fylgst vel með íslenska boltanum. „Ég er með tvo fulltrúa hér á landi, þá Óskar [Bjarna Óskarsson] og Gunnar [Magnússon] sem eru báðir þjálfarar í N1-deildinni. Ég tala mikið við þá og heyri þannig hvað er að gerast í handboltanum hér heima. En okkar leikmenn eru dreifðir um alla Evrópu og ekki get ég verið alls staðar í einu, frekar en aðrir landsliðsþjálfarar. Því er gott að eiga góða aðstoðarmenn að.“ Guðmundur valdi átján leikmenn að þessu sinni en segir að þeir sem ekki fengu tækifæri nú eiga enn möguleika á að komast með á Evrópumeistaramótið sem fer fram í Austurríki í janúar næstkomandi. „Landsliðshópurinn getur vel breyst fyrir þann tíma og aðrir eiga hiklaust enn möguleika á að vinna sér sæti í hópnum. Það á enginn öruggt sæti í landsliðinu.“ Ólafur Stefánsson gefur nú kost á sér í landsliðið í fyrsta sinn síðan á ÓL í Peking. Guðmundur fagnar því mjög. „Það lá fyrir að Ólafur ætlaði að skoða sinn hug og nú hefur hann ákveðið að gefa kost á sér aftur. En hann þarf að berjast fyrir sinni stöðu eins og allir aðrir.“ Hann segir að vel gangi að sameina starf sitt sem landsliðsþjálfari og þjálfarastarf sitt í Danmörku. „Það er frekar kostur en hitt. Ég kem nú ferskur inn í landsliðið með nýjar hugmyndir enda er ég nú að helga mig þjálfarastarfinu algerlega. Það gefur mér einnig kost á því að fylgjast mjög vel með og hef ég séð marga leiki, þó aðallega í Þýskalandi og Danmörku.“ GOG komst í fréttirnar í sumar vegna erfiðrar fjárhagsstöðu félagsins en nú horfir til betri vegar í þeim málum. „Það var mikil óvissa en mér sýnist að menn séu að ná tökum á þessu. Ég vona það allavega. Liðinu hefur gengið vel. Við höfum náð í fjórtán stig af sextán mögulegum í deildinni og erum komnir í undanúrslit í bikarkeppninni. Ég er því hæstánægður í Danmörku.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Íslenska landsliðið kom saman í gær í fyrsta sinn síðan í vor og mun æfa saman alla þessa viku. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að vegna mikilla meiðsla og fjarveru leikmanna á undanförnu ári sé hann nú með flesta af sínum sterkustu leikmönnum saman á einum stað í fyrsta sinn í fjórtán mánuði – síðan Ólympíuleikunum lauk í Peking. Þrír eru reyndar fjarverandi nú vegna meiðsla: Einar Hólmgeirsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Logi Geirsson. Ákveðið var af þessum sökum að þessi vika yrði undirlögð af æfingum og ekki yrðu spilaðir æfingaleikir við aðrar þjóðir eins og oft hefur tíðkast þegar landsliðið kemur saman. „Þegar verst lét vantaði níu Ólympíufara í landsliðið og því var ákveðið að nýta þessa viku til að æfa liðið saman, rifja upp það sem við höfum verið að gera og koma okkur í gang. Við munum æfa leikkerfi, varnarleik, hraðaupphlaup og flest það sem snertir okkar leik,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið. Til stendur svo að leika svokallaðan pressuleik gegn úrvalsliði úr N1-deild karla sem íþróttafréttamenn munu sjá um að velja. Það verður kærkomið tækifæri fyrir Guðmund að sjá leikmenn sem spila hér á landi þar sem hann er alla jafna í Danmörku en þar starfar hann sem þjálfari GOG. Hann hefur þó fylgst vel með íslenska boltanum. „Ég er með tvo fulltrúa hér á landi, þá Óskar [Bjarna Óskarsson] og Gunnar [Magnússon] sem eru báðir þjálfarar í N1-deildinni. Ég tala mikið við þá og heyri þannig hvað er að gerast í handboltanum hér heima. En okkar leikmenn eru dreifðir um alla Evrópu og ekki get ég verið alls staðar í einu, frekar en aðrir landsliðsþjálfarar. Því er gott að eiga góða aðstoðarmenn að.“ Guðmundur valdi átján leikmenn að þessu sinni en segir að þeir sem ekki fengu tækifæri nú eiga enn möguleika á að komast með á Evrópumeistaramótið sem fer fram í Austurríki í janúar næstkomandi. „Landsliðshópurinn getur vel breyst fyrir þann tíma og aðrir eiga hiklaust enn möguleika á að vinna sér sæti í hópnum. Það á enginn öruggt sæti í landsliðinu.“ Ólafur Stefánsson gefur nú kost á sér í landsliðið í fyrsta sinn síðan á ÓL í Peking. Guðmundur fagnar því mjög. „Það lá fyrir að Ólafur ætlaði að skoða sinn hug og nú hefur hann ákveðið að gefa kost á sér aftur. En hann þarf að berjast fyrir sinni stöðu eins og allir aðrir.“ Hann segir að vel gangi að sameina starf sitt sem landsliðsþjálfari og þjálfarastarf sitt í Danmörku. „Það er frekar kostur en hitt. Ég kem nú ferskur inn í landsliðið með nýjar hugmyndir enda er ég nú að helga mig þjálfarastarfinu algerlega. Það gefur mér einnig kost á því að fylgjast mjög vel með og hef ég séð marga leiki, þó aðallega í Þýskalandi og Danmörku.“ GOG komst í fréttirnar í sumar vegna erfiðrar fjárhagsstöðu félagsins en nú horfir til betri vegar í þeim málum. „Það var mikil óvissa en mér sýnist að menn séu að ná tökum á þessu. Ég vona það allavega. Liðinu hefur gengið vel. Við höfum náð í fjórtán stig af sextán mögulegum í deildinni og erum komnir í undanúrslit í bikarkeppninni. Ég er því hæstánægður í Danmörku.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira