Körfubolti

NBA í nótt: Orlando vann Phoenix

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það var tekið á því í leik Phoenix og Orlando í nótt.
Það var tekið á því í leik Phoenix og Orlando í nótt. Nordic Photos / Getty Images
Orlando vann í nótt sigur á Phoenix, 111-99, þar sem Dwight Howard fór mikinn og skoraði 21 stig auk þess sem hann tók átta fráköst.

Rashard Lewis skoraði 29 stig fyrir Orlando og Hedo Turkoglu 22. Orlando tapaði alls 24 boltum í leiknum en náði engu að síður að innbyrða sigur.

Shaquille O'Neal skoraði nítján stig fyrir Phoenix auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Hann fékk svo á sig tæknivillu þegar þrjár og hálf mínúta var eftir og komst Orlando þá á 9-0 sprett.

Jason Richardson var með 27 stig fyrir Phoenix og Steve Nash 20 en þetta var hans fyrsti leikur eftir að hann hafði meiðst á ökkla.

Houston vann Toronto, 107-97. Carl Landry skoraði 22 stig og jafnaði þar með persónulegt met. Luis Scola bætti við 20 stigum auk þess sem hann tók sextán fráköst.

Detroit vann Denver, 100-95. Chauncey Billups skoraði 34 stig gegn sínu gamla liði en það dugði þó ekki til. Denver lék án Carmelo Anthony sem tók út leikbann í nótt.

Charlotte vann Chicago, 96-80. Raymond Felton skoraði átján stig og var með níu stoðsendingar þar að auki. Raja Bell var einnig með átján stig.

Golden State vann Minnesota, 118-94. Stephen Jackson var með 23 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar fyrir Golden State.

New Jersey vann Milwaukee, 99-95. Brook Lopez var með 24 stig og tólf fráköst en Jarvis Hayes setti niður fimm þrista í leiknum í nótt.

Indiana vann Sacramento, 117-109. Jarrett Jack var með 26 stig og Troy Murpcy 23 stig, tíu fráköst og sex stoðsendingar.

LA Lakers vann Memphis, 99-89. Kobe Bryant skorað 31 stig sem hefði annars tapað sínum þriðja leik í röð.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×