Körfubolti

Það var þröngt setið síðast en nú er nóg pláss

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Telma Björk Fjalarsdóttir í Haukum sækir hér á körfuna en KR-ingurinn Sigrún Ámundadóttir er til varnar.
Telma Björk Fjalarsdóttir í Haukum sækir hér á körfuna en KR-ingurinn Sigrún Ámundadóttir er til varnar. Mynd/Anton

Haukar og KR leika á eftir til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta þegar oddaleikur liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna fer fram á Ásvöllum. Leikurinn hefst klukkan 19.15.

Það eru liðin sjö ár frá því að síðasta var spilað um Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik og fór sá leikur fram í Íþróttahúsi Kennaraháskólans 14. apríl 2002. Það hús er lítið og það komust "bara" rúmlega 400 manns á þann leik enda Kennó ekki hannaður til að hýsa stórleiki eins og þennan.

Það verður aftur á móti nóg pláss á Ásvöllum í kvöld og það má búast við mjög góðri mætingu á leikinn. Ágúst Björgvinsson, landsliðsþjálfari, skorar meira segja á körfuboltaáhugafólk að setja nýtt áhorfendamet í pistli á Karfan.is sem sjá má betur hér.

Það eina sem hefur ekkert breyst á sjö árum eru dómararnir en líkt og í leik ÍS og KR árið 2002 þá munu þeir Sigmundur Már Herbertsson og Kristinn Óskarsson dæma leikinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×