Enski boltinn

Benitez: Vonar að Mascherano geti spilað Chelsea-leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javier Mascherano, leikmaður Liverpool, verður stundum svolítið æstur á vellinum.
Javier Mascherano, leikmaður Liverpool, verður stundum svolítið æstur á vellinum. Mynd/AFP

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, er að vonast til þess að argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano geti spilað með á móti Chelsea í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um næstu helgi. Mascherano verður ekki með á móti Fiorentina í Meistaradeildinni í kvöld.

„Hann var að skjóta á markið á æfingu og fann til í aftanverðu lærinu," sagði Benitez en hann telur að meiðslin séu samt ekki alvarleg. „Hann fór strax til læknis liðsins og við fundum út að hann er með smá tognun í aftanlærisvöðva. Þetta gætu verið tveir til þrír dagar," sagði Benitez.

„Þetta á ekki að vera vandamál fyrir mitt lið því við getum notað Stevie eða annan leikmann inn á miðjunni. Það er samt aldrei gott að missa mann eins og Javier. Við finnum einhverja lausn á þessu, hvort sem að Gerrard fari inn á miðjuna eða einhver annar," sagði Benitez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×