Breiðablik lagði Tindastól - Mætir KR í fyrstu umferð 8. mars 2009 19:09 Breiðablik vann sigur á Tindastól 84-81 í hörkuleik í Smáranum í dag. Vísir fylgdist með leiknum í beinni textalýsingu.Leik lokið. Breiðablik 84 - Tindastóll 81Rúnar Erlingsson kom Blikum yfir á vítalínunni og Sovic innsiglaði sigurinn með tveimur vítum og stal svo boltanum af Stólunum í síðustu sókn þeirra.Tindastólsmenn reyndu vísvitandi að koma leiknum í framlengingu til að eiga möguleika á að vinna með fimm stiga mun, en taugar Rúnars héldu á vítalínunni.Blikar eru því komnir í úrslitakeppnina þar sem þeir mæta deildarmeisturum KR.Stig Breiðabliks: Nemanja Sovic 35 (18 frák), Daníel Guðmundsson 12, Rúnar Erlingsson 11, Emil Jóhannsson 9, Þorsteinn Gunnlaugsson 5, Kristján Sigurðsson 4, Birkir Heimisson 4, Hjalti Vilhjálmsson 4Stig Tindastóls: Svavar Birgisson 25, Ísak Einarsson 20, Friðrik Hreinsson 14, Helgi Viggósson 12, Helgi Margeirsson 5, Óli Reynisson 5.20:45 - Liðin skiptast á körfum. Friðrik Hreinsson kemur Tindastól yfir með skoti úr teignum þegar 13 sekúndur eru eftir. Staðan 80-81 fyrir Stólana. Áður kom Nemanja Sovic Blikum yfir með sniðskoti.20:40 - Þvílík spenna! Tindastólsmenn komnir yfir 76-77 þegar 1 mínúta og 27 sekúndur eru eftir. Blikar eiga boltann. Tekið leikhlé.20:39 - Blikar yfir 74-73 þegar 2:30 eru eftir.20:36 - Blikar hafa yfir 74-69 þegar þrjár mínútur eru eftir. Heimamenn eru líklegri þessa stundina og Stólarnir í vandræðum.20:30 - Blikar hafa yfir 66-62 þegar 7:45 eru til leiksloka. Emil Jóhannsson var lykilmaður í rispu heimamanna áðan og setti niður tvo þrista þegar liðið komst yfir.Þriðja leikhluta lokið. Breiðablik 63 - Tindastóll 56.Eyjólfur er heldur betur að hressast í Kópavogi. Heimamenn tóku góða rispu í lok leikhlutans þar sem þeir komust í fyrsta skipti yfir í stöðunni 58-56 og skoruðu svo síðustu stig leikhlutans. Stuðningsmenn þeirra hvítklæddu kunna vel að meta baráttuna og fagna þeim ákaft.19:18 - Sovic setur niður tvö víti og minnkar muninn í 53-54. Stuðningsmenn Blika taka við sér á ný og nú verða Skagfirðingar að halda haus.20:13 - Stuðningsmenn Blika hafa greinilega fengið meira kaffi en blaðamaður í hálfleik, því nú tromma þeir og öskra eins og enginn sé morgundagurinn. Blikar eru hressir í byrjun en eru enn undir 47-54.Hálfleikur. Breiðablik 40 - Tindastóll 48.Norðanmenn hafa verið með frumkvæðið frá fyrstu mínútu hér í Smáranum og leiða verðskuldað í hálfleik.Ísak Einarsson skoraði fimm síðustu stig liðsins í öðrum leikhluta og er kominn með 18 stig, Svavar Birgisson 10 og Friðrik Hreinsson er með 8 stig.Nemanja Sovic er allt í öllu hjá Blikum og er kominn með 19 stig og 8 fráköst.19:54 - Tvær mínútur eftir af öðrum leikhluta og staðan 36-43 fyrir Tindastól.19:47. Leikhlé. Tindastóll hefur yfir 33-38. Norðamenn virðast ekki ætla að láta forskot sitt af hendi.19:44 - Annar leikhluti hálfnaður og Tindastóll hefur yfir 31-33. Friðrik Hreinsson og Svavar Birgisson eru með 8 stig hvor hjá Stólunum en Nemanja Sovic með 14 hjá Blikum.19:39 - Stólarnir hafa enn yfir 28-30 þegar 8 mínútur eru eftir af öðrum leikhluta, en heimamenn eru að taka við sér. Loksins farið að heyrast í stuðningsmönnum Kópavogsliðsins í stúkunni.Fyrsta leikhluta lokið. Breiðablik 24 - Tindastóll 27.Stólarnir hafa verðskuldaða forystu eftir fyrsta leikhlutann og hafa verið ákveðnari í sínum aðgerðum fyrstu tíu mínúturnar. Þorsteinn Gunnlaugsson hjá Blikum meiddist á lokamínútu fyrsta leikhluta og er í aðhlynningu á hliðarlínunni.19:30 - Leikhlé þegar 1:32 mín eru eftir af fyrsta leikhluta. Tindastóll hefur yfir 24-22. Nemanja Sovic fer fyrir Blikum og er kominn með 12 stig og 4 fráköst.19:28 - Tindastóll í góðum málum og hefur yfir 24-17 þegar 2:30 eru eftir af fyrsta leikhluta.19:23 - Leikurinn byrjar nokkuð fjörlega og gestirnir frá Sauðárkróki eru skrefinu á undan. Staðan 12-14 fyrir Tindastól þegar fyrsti leikhluti er ríflega hálfnaður. Dominos-deild karla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Hörð rimma granna NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Sjá meira
Breiðablik vann sigur á Tindastól 84-81 í hörkuleik í Smáranum í dag. Vísir fylgdist með leiknum í beinni textalýsingu.Leik lokið. Breiðablik 84 - Tindastóll 81Rúnar Erlingsson kom Blikum yfir á vítalínunni og Sovic innsiglaði sigurinn með tveimur vítum og stal svo boltanum af Stólunum í síðustu sókn þeirra.Tindastólsmenn reyndu vísvitandi að koma leiknum í framlengingu til að eiga möguleika á að vinna með fimm stiga mun, en taugar Rúnars héldu á vítalínunni.Blikar eru því komnir í úrslitakeppnina þar sem þeir mæta deildarmeisturum KR.Stig Breiðabliks: Nemanja Sovic 35 (18 frák), Daníel Guðmundsson 12, Rúnar Erlingsson 11, Emil Jóhannsson 9, Þorsteinn Gunnlaugsson 5, Kristján Sigurðsson 4, Birkir Heimisson 4, Hjalti Vilhjálmsson 4Stig Tindastóls: Svavar Birgisson 25, Ísak Einarsson 20, Friðrik Hreinsson 14, Helgi Viggósson 12, Helgi Margeirsson 5, Óli Reynisson 5.20:45 - Liðin skiptast á körfum. Friðrik Hreinsson kemur Tindastól yfir með skoti úr teignum þegar 13 sekúndur eru eftir. Staðan 80-81 fyrir Stólana. Áður kom Nemanja Sovic Blikum yfir með sniðskoti.20:40 - Þvílík spenna! Tindastólsmenn komnir yfir 76-77 þegar 1 mínúta og 27 sekúndur eru eftir. Blikar eiga boltann. Tekið leikhlé.20:39 - Blikar yfir 74-73 þegar 2:30 eru eftir.20:36 - Blikar hafa yfir 74-69 þegar þrjár mínútur eru eftir. Heimamenn eru líklegri þessa stundina og Stólarnir í vandræðum.20:30 - Blikar hafa yfir 66-62 þegar 7:45 eru til leiksloka. Emil Jóhannsson var lykilmaður í rispu heimamanna áðan og setti niður tvo þrista þegar liðið komst yfir.Þriðja leikhluta lokið. Breiðablik 63 - Tindastóll 56.Eyjólfur er heldur betur að hressast í Kópavogi. Heimamenn tóku góða rispu í lok leikhlutans þar sem þeir komust í fyrsta skipti yfir í stöðunni 58-56 og skoruðu svo síðustu stig leikhlutans. Stuðningsmenn þeirra hvítklæddu kunna vel að meta baráttuna og fagna þeim ákaft.19:18 - Sovic setur niður tvö víti og minnkar muninn í 53-54. Stuðningsmenn Blika taka við sér á ný og nú verða Skagfirðingar að halda haus.20:13 - Stuðningsmenn Blika hafa greinilega fengið meira kaffi en blaðamaður í hálfleik, því nú tromma þeir og öskra eins og enginn sé morgundagurinn. Blikar eru hressir í byrjun en eru enn undir 47-54.Hálfleikur. Breiðablik 40 - Tindastóll 48.Norðanmenn hafa verið með frumkvæðið frá fyrstu mínútu hér í Smáranum og leiða verðskuldað í hálfleik.Ísak Einarsson skoraði fimm síðustu stig liðsins í öðrum leikhluta og er kominn með 18 stig, Svavar Birgisson 10 og Friðrik Hreinsson er með 8 stig.Nemanja Sovic er allt í öllu hjá Blikum og er kominn með 19 stig og 8 fráköst.19:54 - Tvær mínútur eftir af öðrum leikhluta og staðan 36-43 fyrir Tindastól.19:47. Leikhlé. Tindastóll hefur yfir 33-38. Norðamenn virðast ekki ætla að láta forskot sitt af hendi.19:44 - Annar leikhluti hálfnaður og Tindastóll hefur yfir 31-33. Friðrik Hreinsson og Svavar Birgisson eru með 8 stig hvor hjá Stólunum en Nemanja Sovic með 14 hjá Blikum.19:39 - Stólarnir hafa enn yfir 28-30 þegar 8 mínútur eru eftir af öðrum leikhluta, en heimamenn eru að taka við sér. Loksins farið að heyrast í stuðningsmönnum Kópavogsliðsins í stúkunni.Fyrsta leikhluta lokið. Breiðablik 24 - Tindastóll 27.Stólarnir hafa verðskuldaða forystu eftir fyrsta leikhlutann og hafa verið ákveðnari í sínum aðgerðum fyrstu tíu mínúturnar. Þorsteinn Gunnlaugsson hjá Blikum meiddist á lokamínútu fyrsta leikhluta og er í aðhlynningu á hliðarlínunni.19:30 - Leikhlé þegar 1:32 mín eru eftir af fyrsta leikhluta. Tindastóll hefur yfir 24-22. Nemanja Sovic fer fyrir Blikum og er kominn með 12 stig og 4 fráköst.19:28 - Tindastóll í góðum málum og hefur yfir 24-17 þegar 2:30 eru eftir af fyrsta leikhluta.19:23 - Leikurinn byrjar nokkuð fjörlega og gestirnir frá Sauðárkróki eru skrefinu á undan. Staðan 12-14 fyrir Tindastól þegar fyrsti leikhluti er ríflega hálfnaður.
Dominos-deild karla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Hörð rimma granna NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn