Fótbolti

Ruben De la Red enn óleikfær

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ruben De la Red í leik með Real Madrid.
Ruben De la Red í leik með Real Madrid. Nordic photos/Getty images

Allt útlit er fyrir að spænski miðjumaðurinn Ruben De la Red hjá Real Madrid muni missa af næsta keppnistímabili með félaginu þar sem læknar hafa enn ekki fundið ástæðu þess að hann hneig niður í leik gegn Real Unión í spænska konugsbikarnum í október á síðasta ári.

Atvikið vakti eðlilega mikla athygli á Spáni í ljósi þess að Antonio Puerta dó þremur dögum eftir að hníga niður í leik með Sevilla í byrjun keppnistímabilsins 2007-2008 í spænsku úrvalsdeildinni.

De la Red vonast til þess að snúa aftur í búningi Madridarliðsins einn dag og fer reglulega í skoðanir hjá læknum til þess að finna bót meina sinna.

„Það sem ég hef er enn ógreint og við því eru engin svör að svo stöddu en ég held í vonina um að geta snúið aftur," segir De la Red við Marca.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×