Körfubolti

NBA: Sigur hjá Lakers en tap hjá Boston

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lakers-strákarnir voru flottir í nótt.
Lakers-strákarnir voru flottir í nótt. Nordic Photos/Getty Images

LA Lakers sýndi og sannaði í nótt af hverju liðið er besta liðið í Vesturdeildinni og hugsanlega besta lið deildarinnar. Lakers sannaði líka að það er mikið meira en Kobe Bryant.

Kobe skoraði 28 stig og var aðalmaðurinn í mögnuðum endaspretti Lakers þegar Lakers lagði Dallas í nótt, 107-100. Hann sá þó ekki einn um sigurinn því Trevor Ariza, Pau Gasol og Lamar Odom áttu einnig allir stóran þátt í áætlun.

Ariza skoraði 26 stig í leiknum sem er hans besta á ferlinum. Gasol hitti úr tíu fyrstu skotum sínum og endaði með 25 stig og Odom endaði með 10 stig, 14 fráköst og 4 varin skot.

„Ég er ekki hissa á frammistöðu Ariza. Hann var bara að setja niður skotin sem við sjáum hann setja niður á æfingum. Hann leggur mikið á sig og er þolinmóður strákur," sagði Kobe um Ariza.

Milwaukee Bucks spilaði svakalegan varnarleik þegar liðið skellti Boston í nótt, 86-77. Charles Villanueva fór mikinn í liði Bucks og skoraði 11 af 19 stigum sínum í lokaleikhlutanum.

„Þetta var ein besta frammistaða okkar í vörninni í vetur," sagði Scott Skiles, þjálfari Bucks. „Það er ekki oft sem liðið er með rétt rúmlega 30 prósent skotnýtingu en vinnur samt."

Bucks-strákarnir fóru illa með stjörnur Boston-liðsins. Paul Pierce var með 15 stig og hitti aðeins úr 4 af 15 skotum sínum. Ray Allen hitti úr 2 af 11 skotum sínum og Rajon Rondo skoraði aðeins 5 stig.

Úrslit næturinnar í NBA:

LA Lakers-Dallas 107-100

Milwaukee-Boston 86-77

Toronto-Indiana 110-87

Detroit-Memphis 84-89

Atlanta-Portland 98-80

Philadelphia-Miami 85-77

Cleveland-NY Knicks 98-93

Washington-Sacramento 106-104

Orlando-Utah 105-87

Golden State-Phoenix 130-154

LA Clippers-NJ Nets 107-105

Staðan í NBA-deildinni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×