VISA-bikar karla í kvöld - Fyrsti leikur Atla með Val Ómar Þorgeirsson skrifar 6. júlí 2009 12:00 Atli Sveinn Þórarinsson. Mynd/Vilhelm Atli Eðvaldsson stýrir Valsmönnum í sínum fyrsta leik með Hlíðarendaliðið gegn KA í VISA-bikarnum í kvöld. Valsmenn þurfa að rífa sig upp eftir neyðarlegt 0-5 tap gegn FH í Pepsi-deildinni og fróðlegt verður að sjá hvernig til tekst gegn Norðanmönnum sem eru taplausir í 1. deildinni í sumar. Atli Sveinn Þórarinsson, varnarmaður Vals og fyrrum leikmaður KA, er spenntur fyrir leiknum í kvöld. „Það er búin ein æfing með nýjum þjálfara og ég held að það séu allir tilbúnir að sanna sig fyrir honum í kvöld. Við vorum svekktir með síðasta leik okkar í deildinni gegn FH og ætluðum að vinna hann eða alla vega gera þeim lífið leitt og það var eins langt frá því að takast og hugsast getur. Þetta var bara flenging eins og hún gerist verst. Við vitum vel að við höfum ekki efni á að mæta eins í leikinn í kvöld. KA-menn eru taplausir í sumar en ég hef reyndar ekki séð nýja framherjann hjá þeim en það er nú bara þannig að munurinn á milli efstu deildar og neðri deilda er miklu minni en margir halda. Það sást bara í leikjunum í gær þar sem bæði Breiðablik og Keflavík lentu í vandræðum. Við munum pottþétt ekki verða neitt vanmat í kvöld. Við munum ekki horfa á neinar tölur og verðum bara sáttir með að komast áfram í keppninni. Eins og staðan er í dag þá er þetta eini raunhæfi möguleiki okkar á titli," segir Atli Sveinn. Á Garðsvelli taka heimamenn í Víði á móti VISA-bikarmeisturum KR. Reikna má með því að róðurinn verði erfiður fyrir Víðismenn sem hafa átt erfitt uppdráttar í sumar og eru enn án sigurs í 2. deildinni eftir níu umferðir. Þá tekur 1. deildarlið HK á móti 2. deildarliði Reynis frá Sandgerði en gestirnir eru á toppi 2. deildar og hafa unnið átta af níu leikjum sínum í deildinni í sumar. Leikur Vals og KA hefst kl. 18 en hinir leikirnir tveir kl. 19.15.Leikir kvöldsins: Valur-KA á Vodafonevellinum kl. 18 Víðir-KR á Garðsvelli kl. 19.15 HK-Reynir Sandgerði á Kópavogsvelli kl. 19.15 Íslenski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Atli Eðvaldsson stýrir Valsmönnum í sínum fyrsta leik með Hlíðarendaliðið gegn KA í VISA-bikarnum í kvöld. Valsmenn þurfa að rífa sig upp eftir neyðarlegt 0-5 tap gegn FH í Pepsi-deildinni og fróðlegt verður að sjá hvernig til tekst gegn Norðanmönnum sem eru taplausir í 1. deildinni í sumar. Atli Sveinn Þórarinsson, varnarmaður Vals og fyrrum leikmaður KA, er spenntur fyrir leiknum í kvöld. „Það er búin ein æfing með nýjum þjálfara og ég held að það séu allir tilbúnir að sanna sig fyrir honum í kvöld. Við vorum svekktir með síðasta leik okkar í deildinni gegn FH og ætluðum að vinna hann eða alla vega gera þeim lífið leitt og það var eins langt frá því að takast og hugsast getur. Þetta var bara flenging eins og hún gerist verst. Við vitum vel að við höfum ekki efni á að mæta eins í leikinn í kvöld. KA-menn eru taplausir í sumar en ég hef reyndar ekki séð nýja framherjann hjá þeim en það er nú bara þannig að munurinn á milli efstu deildar og neðri deilda er miklu minni en margir halda. Það sást bara í leikjunum í gær þar sem bæði Breiðablik og Keflavík lentu í vandræðum. Við munum pottþétt ekki verða neitt vanmat í kvöld. Við munum ekki horfa á neinar tölur og verðum bara sáttir með að komast áfram í keppninni. Eins og staðan er í dag þá er þetta eini raunhæfi möguleiki okkar á titli," segir Atli Sveinn. Á Garðsvelli taka heimamenn í Víði á móti VISA-bikarmeisturum KR. Reikna má með því að róðurinn verði erfiður fyrir Víðismenn sem hafa átt erfitt uppdráttar í sumar og eru enn án sigurs í 2. deildinni eftir níu umferðir. Þá tekur 1. deildarlið HK á móti 2. deildarliði Reynis frá Sandgerði en gestirnir eru á toppi 2. deildar og hafa unnið átta af níu leikjum sínum í deildinni í sumar. Leikur Vals og KA hefst kl. 18 en hinir leikirnir tveir kl. 19.15.Leikir kvöldsins: Valur-KA á Vodafonevellinum kl. 18 Víðir-KR á Garðsvelli kl. 19.15 HK-Reynir Sandgerði á Kópavogsvelli kl. 19.15
Íslenski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira