Fótbolti

Framtíð Eiðs Smára skýrist á morgun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eiður Smári er hugsanlega á förum frá Barcelona.
Eiður Smári er hugsanlega á förum frá Barcelona.

Það mun ekki skýrast fyrr en á morgun hver framtíð Eiðs Smára Guðjohnsen verður. Lokadagur félagaskiptagluggans er á morgun og þá kemur í ljós hvort Eiður fari frá Barcelona eða verði áfram í herbúðum félagsins.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis hefur Eiður verið í viðræðum við franska félagið Monaco og hitti faðir og umboðsmaður Eiðs, Arnór Guðjohnsen, forráðamenn félagsins á dögunum.

Samkvæmt sömu heimildum er Arnór nú staddur í Barcelona að ræða við forráðamenn Barcelona um framhaldið.

Einhverjir fjölmiðlar hafa haldið því fram að Eiður fái að fara án greiðslu frá félaginu en það ku ekki eiga við rök að styðjast.

Ástæða þess að ekki gekk að semja við West Ham var til að mynda sú að West Ham gat ekki staðið undir greiðslum fyrir Eið og því væri það mikil stefnubreyting hjá Barcelona ef Eiður fengi að fara frítt.

Mál Eiðs Smára eru enn í vinnslu og eins og áður segist skýrast hans mál á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×