Körfubolti

Haukar, Keflavík og Hamar bíða öll eftir úrslitunum í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Hauka, verður örugglega mættur í DHL-Höllina í dag.
Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Hauka, verður örugglega mættur í DHL-Höllina í dag. Mynd/Stefán

Það verður ekki ljóst fyrr en eftir oddaleik KR og Grindavíkur í dag hvaða lið munu mætast í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna þrátt fyrir að þrjú af fjögur liðum sé komin áfram.

Það má búast við því að þjálfarar og leikmenn Hauka, Keflavíkur og Hamars munu fylgjast vel með leiknum í DHL-Höllinni sem hefst klukkan 16.00.

Haukar og Keflavík verða með heimavallarréttinn í undanúrslitum en þau hafa ekki spilað síðan þau mættust í lokaumferðinni 25. febrúar. Deildarmeistara Haukar munu mæta því liði í undanúrslitunum sem endaði neðst í deildarkeppninni í vetur.

Haukar munu annaðhvort mæta Hamar eða Grindavík í undanúrslitum en Keflavík spilar annaðhvort við KR eða Hamar. Hamar getur því mætt bæði Haukum og Keflavík í undanúrslitum.

Vinni KR leikinn á móti Grindavík í dag þá mætast Haukar-Hamar og Keflavík-KR í undanúrslitunum sem hefjast á þriðjudaginn. Vinni Grindavík leikinn á móti KR í dag þá mætast Haukar-Grindavík og Keflavík-Hamar í undanúrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×