Körfubolti

Porter rekinn frá Phoenix

NordicPhotos/GettyImages

Terry Porter var í gærkvöld sagt upp störfum sem þjálfari Phoenix Suns í NBA deildinni. Þetta kemur fram á ESPN en hefur enn ekki verið staðfest af félaginu. Það var Arizona Republic sem greindi fyrst frá þessu.

Porter skrifaði undir þriggja ára samning við félagið fyrir aðeins fjórum mánuðum síðan, en gengi Phoenix hefur ekki verið í takti við væntingar í vetur.

Sagt er að forráðamenn Suns hafi ekki viljað tilkynna brottreksturinn um helgina til að varpa ekki skugga á hátíðarhöldin í borginni um stjörnuhelgina.

Félagaskiptaglugginn í NBA lokast á fimmtudaginn og er Phoenix eitt þeirra liða sem mikið er talað um í slúðrinu. Sagt er að Amare Stoudemire sé falur hjá félaginu, en hann var í byrjunarliðinu í Stjörnuleiknum og skoraði 19 stig.

"Ef þetta var minn síðasti heimaleikur fyrir Phoenix, var þetta ánægjuleg kveðjustund," sagði hinn 26 ára gamli framherji.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×