Þorsteini Pálssyni svarað Árni Finnsson skrifar 3. febrúar 2009 06:00 Þorsteinn Pálsson skrifar í leiðara Fréttablaðsins þann 30. janúar, að „Rök þeirra gegn hvalveiðum byggjast hins vegar á því að Ísland verði að fylgja alþjóðapólitískum rétttrúnaði án tillits til fullveldisréttinda, vísindalegrar ráðgjafar um sjálfbæra nýtingu og heimilda að þjóðarétti. Öll er sú rökfærsla þverstæðukennd.“ Hér verður Þorsteini fótaskortur. Það var einmitt þessi „alþjóðapólitísk[i] rétttrúnaður“ sem Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson blésu á þegar Smuguveiðarnar voru til umfjöllunar árið 1993. Þorsteinn Pálsson, þá sjávarútvegsráðherra, var hins vegar andvígur Smuguveiðum enda fylgjandi „alþjóðapólitískum rétttrúnaði“ með vísan til skuldbindinga Íslands samkvæmt Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, að ógleymdum þeim málstað sem Íslendingar þá fylgdu í samningum um Úthafsveiðisáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því miður varð Þorsteinn að láta í minni pokann fyrir Davíð og Jóni Baldvin. Vert er minna á að Hafréttarsáttmálinn veitir Íslandi 200 mílna fiskveiðilögsögu en ekki lögsögu yfir hvölum. Samkvæmt 65. grein sáttmálans eru sjávarspendýr undanskilin rétti strandríkja til nýtingar og er sérstaklega kveðið á um að ríki skuli eiga samvinnu um verndun og nýtingu sjávarspendýra, einkum hvala. Þorsteinn Pálsson var sjávarútvegsráðherra lungann úr 10. áratug síðustu aldar. Á þeim tíma fleygði hann og íslensk stjórnvöld hundruðum milljóna króna í tilraunir til að koma á nýju hvalveiðiráði (NAMMCO), stofnun sem Þorsteinn vissi mæta vel að myndi aldrei öðlast viðurkenningu alþjóðasamfélagins. Sennilega er það þess vegna sem ritstjórinn rökfasti reynir enn að verja hvalveiðar. Annað er að Evrópusinninn Þorsteinn Pálsson fagnar mjög pungsparki fráfarandi sjávarútvegsráðherra í Evrópusinna, hvort heldur er innan nýrrar ríkisstjórnar eða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eftir tvo mánuði. Komi svo á daginn – sem verður að teljast líklegt – að ekki reynist unnt að selja hvalkjötið í Japan fyrr en seint og síðar meir – og þá við lágu verði – er hætt við að barátta Þorsteins fyrir hagnýtingu hvala með sprengiskutli verði Íslendingum bara til vandræða í samningum um aðild að ESB. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson skrifar í leiðara Fréttablaðsins þann 30. janúar, að „Rök þeirra gegn hvalveiðum byggjast hins vegar á því að Ísland verði að fylgja alþjóðapólitískum rétttrúnaði án tillits til fullveldisréttinda, vísindalegrar ráðgjafar um sjálfbæra nýtingu og heimilda að þjóðarétti. Öll er sú rökfærsla þverstæðukennd.“ Hér verður Þorsteini fótaskortur. Það var einmitt þessi „alþjóðapólitísk[i] rétttrúnaður“ sem Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson blésu á þegar Smuguveiðarnar voru til umfjöllunar árið 1993. Þorsteinn Pálsson, þá sjávarútvegsráðherra, var hins vegar andvígur Smuguveiðum enda fylgjandi „alþjóðapólitískum rétttrúnaði“ með vísan til skuldbindinga Íslands samkvæmt Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, að ógleymdum þeim málstað sem Íslendingar þá fylgdu í samningum um Úthafsveiðisáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því miður varð Þorsteinn að láta í minni pokann fyrir Davíð og Jóni Baldvin. Vert er minna á að Hafréttarsáttmálinn veitir Íslandi 200 mílna fiskveiðilögsögu en ekki lögsögu yfir hvölum. Samkvæmt 65. grein sáttmálans eru sjávarspendýr undanskilin rétti strandríkja til nýtingar og er sérstaklega kveðið á um að ríki skuli eiga samvinnu um verndun og nýtingu sjávarspendýra, einkum hvala. Þorsteinn Pálsson var sjávarútvegsráðherra lungann úr 10. áratug síðustu aldar. Á þeim tíma fleygði hann og íslensk stjórnvöld hundruðum milljóna króna í tilraunir til að koma á nýju hvalveiðiráði (NAMMCO), stofnun sem Þorsteinn vissi mæta vel að myndi aldrei öðlast viðurkenningu alþjóðasamfélagins. Sennilega er það þess vegna sem ritstjórinn rökfasti reynir enn að verja hvalveiðar. Annað er að Evrópusinninn Þorsteinn Pálsson fagnar mjög pungsparki fráfarandi sjávarútvegsráðherra í Evrópusinna, hvort heldur er innan nýrrar ríkisstjórnar eða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eftir tvo mánuði. Komi svo á daginn – sem verður að teljast líklegt – að ekki reynist unnt að selja hvalkjötið í Japan fyrr en seint og síðar meir – og þá við lágu verði – er hætt við að barátta Þorsteins fyrir hagnýtingu hvala með sprengiskutli verði Íslendingum bara til vandræða í samningum um aðild að ESB. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar