Boston þurfti tvær framlengingar gegn Charlotte Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2009 09:00 Ray Allen fagnar sigurkörfu sinni í nótt. Mynd/GettyImages Boston Celtics komst í hann krappann í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann Charlotte Bobcats, 111-109, eftir tvíframlengdan leik. Ray Allen tryggði Boston sigurinn með þriggja stiga körfu þegar aðeins 2,1 sekúnda var eftir af leiknum. Charlotte er að berjast um síðasta sætið í úrslitakeppnina, hafði unnið Lakers-liðið kvöldið áður og var í góðri stöðu til þess að vinna leikinn. Boston hefur gengið í gegnum meiðslahrjáðar og erfiðar vikur en náði með þessu eins leiks forskoti á Orlando sem tapaði í nótt. Paul Pierce var með 32 stig hjá Boston, Allen skoraði 21 og Rajon Rondo var með 21 stig og 9 stoðsendingar. Hjá Charlotte var Gerald Wallace með 20 stig og 10 fráköst.Chris Bosh var með 24 stig og lykilkörfu í lokin þegar Toronto Raptors vann 99-95 sigur á Orlando Magic. Þetta var fimmti sigur Toronto í röð. Jose Calderon var með 21 stig fyrir Toronto og Shawn Marion bætti við 17 stigum og 15 fráköstum. Dwight Howard var með 30 stig hjá Orlando.Los Angeles Lakers komst aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð og vann 104-98 sigur á Milwaukee Bucks. Kobe Bryant var ákveðinn í að tapa ekki fleiri leikjum, hitti út 7 fyrstu skotunum sínum og endaði með 30 stig. Pau Gasol var sterkur í lokin með 8 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Ramon Sessions var með þrennu hjá Bucks, 16 stig, 16 stoðsendingar og 10 fráköst.Devin Harris var með 19 stig og 11 stoðsendingar í 111-98 sigri New Jersey Nets á Detroit Pistons sem endaði fimm leikja taphrinu liðsins. Richard Hamilton skoraði 29 stig fyrir Knicks-liðið sem var að spila fjórða kvöldið í röð.Memphis Grizzlies vann fyrsta heimasigur sinn eftir Stjörnuleikshelgina þegar liðið vann 112-107 sigur á Washington Wizards. Nýliðarnir Marc Gasol og O.J. Mayo voru með 18 stig hvor. Caron Butler skoraði 31 stig fyrir Wizards og Antawn Jamison bætti við 28 stigum og 10 fráköstum en það dugði ekki til og Washington tapaði þriðja leiknum í röð.Dirk Nowitzki skoraði 30 stig í 98-96 sigri Dallas Mavericks á Miami Heat en hetja liðsins var Josh Howard sem skoraði 20 stig og fiskaði ruðning á Mario Chalmers 2,3 sekúndum fyrir leikslok. Þetta var annar sigurleikur Dallas í röð og liðið hefur ennfremur unnið 10 af 11 heimaleikjum frá Stjörnuleikshelginni. Dwyane Wade var með 23 stig og 6 stoðsendingar hjá Miami.Steve Nash var með 25 stig og 17 stoðsendingar í 114-109 sigri Phoenix Suns á Houston Rockets og hinir gömlu karlarnir, Grant Hill (23 stig), Shaquille O'Neal (22 stig) og Jason Richardson (18 stig), hjálpuðu líka til. Ron Artest var með 28 stig hjá Houston og Yao Ming bætti við 20 stigum og 14 fráköstum.Chris Paul skoraði 30 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-98 sigri New Orleans Hornets á Los Angeles Clippers. Það stefnir í mikla baráttu milli New Orleans, San Antonio og Houston um sigurinn í Suðvestur-deildinni. Eric Gordon var með 25 stig fyrir Clippers og Zach Randolph skoraði 24.Lokaleikur kvöldsins var fjörugur en Golden State Warriors vann þá 143-141 sigur á Sacramento Kings eftir framlengdan leik. Monta Ellis var með 42 stig fyrir Warriors en Kevin Martin skoraði 50 stig fyrir Kings. Ronny Turiaf tryggði Golden State sigurinn á vítalínunni 12,2 sekúndum fyrir leikslok en Sacramento klikkaði á lokaskotinu eftir að hafa tryggt sér framlengingu fyrr í leiknum. NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Boston Celtics komst í hann krappann í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann Charlotte Bobcats, 111-109, eftir tvíframlengdan leik. Ray Allen tryggði Boston sigurinn með þriggja stiga körfu þegar aðeins 2,1 sekúnda var eftir af leiknum. Charlotte er að berjast um síðasta sætið í úrslitakeppnina, hafði unnið Lakers-liðið kvöldið áður og var í góðri stöðu til þess að vinna leikinn. Boston hefur gengið í gegnum meiðslahrjáðar og erfiðar vikur en náði með þessu eins leiks forskoti á Orlando sem tapaði í nótt. Paul Pierce var með 32 stig hjá Boston, Allen skoraði 21 og Rajon Rondo var með 21 stig og 9 stoðsendingar. Hjá Charlotte var Gerald Wallace með 20 stig og 10 fráköst.Chris Bosh var með 24 stig og lykilkörfu í lokin þegar Toronto Raptors vann 99-95 sigur á Orlando Magic. Þetta var fimmti sigur Toronto í röð. Jose Calderon var með 21 stig fyrir Toronto og Shawn Marion bætti við 17 stigum og 15 fráköstum. Dwight Howard var með 30 stig hjá Orlando.Los Angeles Lakers komst aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð og vann 104-98 sigur á Milwaukee Bucks. Kobe Bryant var ákveðinn í að tapa ekki fleiri leikjum, hitti út 7 fyrstu skotunum sínum og endaði með 30 stig. Pau Gasol var sterkur í lokin með 8 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Ramon Sessions var með þrennu hjá Bucks, 16 stig, 16 stoðsendingar og 10 fráköst.Devin Harris var með 19 stig og 11 stoðsendingar í 111-98 sigri New Jersey Nets á Detroit Pistons sem endaði fimm leikja taphrinu liðsins. Richard Hamilton skoraði 29 stig fyrir Knicks-liðið sem var að spila fjórða kvöldið í röð.Memphis Grizzlies vann fyrsta heimasigur sinn eftir Stjörnuleikshelgina þegar liðið vann 112-107 sigur á Washington Wizards. Nýliðarnir Marc Gasol og O.J. Mayo voru með 18 stig hvor. Caron Butler skoraði 31 stig fyrir Wizards og Antawn Jamison bætti við 28 stigum og 10 fráköstum en það dugði ekki til og Washington tapaði þriðja leiknum í röð.Dirk Nowitzki skoraði 30 stig í 98-96 sigri Dallas Mavericks á Miami Heat en hetja liðsins var Josh Howard sem skoraði 20 stig og fiskaði ruðning á Mario Chalmers 2,3 sekúndum fyrir leikslok. Þetta var annar sigurleikur Dallas í röð og liðið hefur ennfremur unnið 10 af 11 heimaleikjum frá Stjörnuleikshelginni. Dwyane Wade var með 23 stig og 6 stoðsendingar hjá Miami.Steve Nash var með 25 stig og 17 stoðsendingar í 114-109 sigri Phoenix Suns á Houston Rockets og hinir gömlu karlarnir, Grant Hill (23 stig), Shaquille O'Neal (22 stig) og Jason Richardson (18 stig), hjálpuðu líka til. Ron Artest var með 28 stig hjá Houston og Yao Ming bætti við 20 stigum og 14 fráköstum.Chris Paul skoraði 30 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-98 sigri New Orleans Hornets á Los Angeles Clippers. Það stefnir í mikla baráttu milli New Orleans, San Antonio og Houston um sigurinn í Suðvestur-deildinni. Eric Gordon var með 25 stig fyrir Clippers og Zach Randolph skoraði 24.Lokaleikur kvöldsins var fjörugur en Golden State Warriors vann þá 143-141 sigur á Sacramento Kings eftir framlengdan leik. Monta Ellis var með 42 stig fyrir Warriors en Kevin Martin skoraði 50 stig fyrir Kings. Ronny Turiaf tryggði Golden State sigurinn á vítalínunni 12,2 sekúndum fyrir leikslok en Sacramento klikkaði á lokaskotinu eftir að hafa tryggt sér framlengingu fyrr í leiknum.
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira