Portland hefur í hótunum vegna Miles 9. janúar 2009 10:49 NordicPhotos/GettyImages Framherjinn Darius Miles hefur ekki gert neinar rósir í NBA deildinni síðustu ár vegna þrálátra meiðsla og vandræða utan vallar. Hann er þó umtalaðasti maðurinn í deildinni í dag. Miles var samningsbundinn Portland Trailblazers þegar hann meiddist illa á hné og margir töldu að ferill hans væri á enda runninn. Hann var látinn fara frá Portland vorið 2008 eftir að hafa ekki spilað leik með liðinu í tvö ár og gat Portland losnað undan háum launasamningi hans eftir að meiðsli hans voru metin þannig að þau hefðu í raun bundið enda á feril hans. Þar með var sögunni ekki lokið því Miles náði að komast til sæmilegrar heilsu á ný og gerði stuttan samning við Boston í sumar með það fyrir augum að koma ferlinum af stað á ný. Ekki voru forráðamenn Portland á eitt sáttir við það, því reglur segja til um að ef Miles spilar tíu leiki eða meira með liði í vetur, fara himinhá laun hans aftur að gilda gegn launaþakinu hjá Portland - alls 18 milljónir dollara fyrir þetta ár og næsta. Það þýðir að Portland þarf að fara að borga lúxusskattinn svokallaða og myndu þessar 18 milljónir í bókum Portland setja félaginu stórt strik í reikninginn í leikmannamálum í nánustu framtíð. Miles spilaði nokkra leiki með Boston á undirbúningstímabilinu og spilaði svo tvo leiki með Memphis fyrir skömmu þegar félagið fékk hann til reynslu á skammtímasamning. Miles er þannig aðeins tveimur leikjum frá því að ryðjast aftur inn á launaskrá Portland á mjög svo óæskilegan hátt. Forráðamenn Portland hafa brugðist við þessu og hafa nú ritað hinum 29 félögunum í deildinni bréf og hóta málshöfðun ef einhver af keppinautum liðsins reynir að semja við Miles gagngert til þess að láta hann koma við sögu í tveimur leikjum og skemma þá fyrir Portland. NBA Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Framherjinn Darius Miles hefur ekki gert neinar rósir í NBA deildinni síðustu ár vegna þrálátra meiðsla og vandræða utan vallar. Hann er þó umtalaðasti maðurinn í deildinni í dag. Miles var samningsbundinn Portland Trailblazers þegar hann meiddist illa á hné og margir töldu að ferill hans væri á enda runninn. Hann var látinn fara frá Portland vorið 2008 eftir að hafa ekki spilað leik með liðinu í tvö ár og gat Portland losnað undan háum launasamningi hans eftir að meiðsli hans voru metin þannig að þau hefðu í raun bundið enda á feril hans. Þar með var sögunni ekki lokið því Miles náði að komast til sæmilegrar heilsu á ný og gerði stuttan samning við Boston í sumar með það fyrir augum að koma ferlinum af stað á ný. Ekki voru forráðamenn Portland á eitt sáttir við það, því reglur segja til um að ef Miles spilar tíu leiki eða meira með liði í vetur, fara himinhá laun hans aftur að gilda gegn launaþakinu hjá Portland - alls 18 milljónir dollara fyrir þetta ár og næsta. Það þýðir að Portland þarf að fara að borga lúxusskattinn svokallaða og myndu þessar 18 milljónir í bókum Portland setja félaginu stórt strik í reikninginn í leikmannamálum í nánustu framtíð. Miles spilaði nokkra leiki með Boston á undirbúningstímabilinu og spilaði svo tvo leiki með Memphis fyrir skömmu þegar félagið fékk hann til reynslu á skammtímasamning. Miles er þannig aðeins tveimur leikjum frá því að ryðjast aftur inn á launaskrá Portland á mjög svo óæskilegan hátt. Forráðamenn Portland hafa brugðist við þessu og hafa nú ritað hinum 29 félögunum í deildinni bréf og hóta málshöfðun ef einhver af keppinautum liðsins reynir að semja við Miles gagngert til þess að láta hann koma við sögu í tveimur leikjum og skemma þá fyrir Portland.
NBA Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga