Wade með enn einn stórleikinn og sigurkörfuna - Lakers tapaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2009 08:47 Dwyane Wade átti enn einn stórleikinn í nótt. Mynd/GettyImages Dwyane Wade tryggði Miami 130-127 sigur á Chicago Bulls í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni í nótt þegar hann kórónaði enn einn stórleik sinn með þriggja stiga sigurkörfu um leið og leiktíminn rann út. Dwyane Wade skoraði 48 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum en hann hitti úr 15 af 21 skoti sínu. Í lokin stal hann boltanum af John Salmons þegar þrjár sekúndur voru eftir, þaut upp völlinn og setti niður þriggja stiga skot á mikilli ferð rétt áður en leiktíminn rann út. "Hr. Dwyane Tyrone Wade yngri, ef hann er ekki orðinn kandídat fyrir að vera kosinn besti leikmaður deildarinnar, þá veit ég ekki hvað hann þarf að gera," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami eftir leikinn. Wade hafði einnig endað fyrri hálfleikinn á þriggja stiga körfu nálægt miðlínunni og að auki tryggt Miami framlengingu þegar aðeins 11,5 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Sigur Miami þýðir að liðið er einum og hálfum leik á eftir Atlanta í baráttunni um 4. sætið inn í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Næstir á eftir Wade í stigaskorun voru Michael Beasley með 18 stig og Mario Chalmers með 17 stig. Ben Gordon skoraði 43 stig fyrir Chicago, John Salmons var með 29 stig og Derrick Rose skoraði 23 stig. Portland vann tólfta heimasigurinn í röð þegar liðið lagði Los Angeles Lakers 111-94. Brandon Roy skoraði 27 stig fyrir Portland sem varð fyrir áfalli þegar Rudy Fernandez lenti illa eftir harkalegt brot. Fernandez var borinn útaf á sjúkrabörum og með hálskraga. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 26 stig. Sjö leikja sigurganga New Orleans endaði í Atlanta en heimamenn í Hawks unnu 89-79 í leik liðanna í nótt. Joe Johnson var með 30 stig fyrir Atlanta og það dugði ekki Hornets að Chris Paul var með 24 stig og 10 stoðsendingar eða að David West bætti við 16 stigum og 20 fráköstum. Richard Hamilton var frábær í 98-94 sigri Detroit Pistons á Orlando Magic en hann var með 29 stig og 14 stoðsendingar í leiknum. Detoit lék án Allen Iverson sjötta leikinn í röð en liðið hefur unnið fimm af þessum sex leikjum. Antonio McDyess var með 13 stig og 18 fráköst en Detroit hefur tak á Orlando því þetta var þriðji sigur liðsins í þremur leikjum á móti Magic í vetur. Houston vann 97-95 útisigur á Denver þar sem Ron Artest skoraði 22 stig fyrir Houston. Það hefur lítið gengið hjá Houston eftir Stjörnuleikshelgina en liðið hafði tapað 8 af síðustu 11 leikjum fyrir þennan leik. Caron Butler átti flottan leik þegar Washington vann 110-99 útisigur á Minnesota Timberwolves. Butler var með 27 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Bæði liðin höfðu tapað samanlagt 14 leikjum í röð fyrir leikinn. NBA Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira
Dwyane Wade tryggði Miami 130-127 sigur á Chicago Bulls í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni í nótt þegar hann kórónaði enn einn stórleik sinn með þriggja stiga sigurkörfu um leið og leiktíminn rann út. Dwyane Wade skoraði 48 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum en hann hitti úr 15 af 21 skoti sínu. Í lokin stal hann boltanum af John Salmons þegar þrjár sekúndur voru eftir, þaut upp völlinn og setti niður þriggja stiga skot á mikilli ferð rétt áður en leiktíminn rann út. "Hr. Dwyane Tyrone Wade yngri, ef hann er ekki orðinn kandídat fyrir að vera kosinn besti leikmaður deildarinnar, þá veit ég ekki hvað hann þarf að gera," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami eftir leikinn. Wade hafði einnig endað fyrri hálfleikinn á þriggja stiga körfu nálægt miðlínunni og að auki tryggt Miami framlengingu þegar aðeins 11,5 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Sigur Miami þýðir að liðið er einum og hálfum leik á eftir Atlanta í baráttunni um 4. sætið inn í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Næstir á eftir Wade í stigaskorun voru Michael Beasley með 18 stig og Mario Chalmers með 17 stig. Ben Gordon skoraði 43 stig fyrir Chicago, John Salmons var með 29 stig og Derrick Rose skoraði 23 stig. Portland vann tólfta heimasigurinn í röð þegar liðið lagði Los Angeles Lakers 111-94. Brandon Roy skoraði 27 stig fyrir Portland sem varð fyrir áfalli þegar Rudy Fernandez lenti illa eftir harkalegt brot. Fernandez var borinn útaf á sjúkrabörum og með hálskraga. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 26 stig. Sjö leikja sigurganga New Orleans endaði í Atlanta en heimamenn í Hawks unnu 89-79 í leik liðanna í nótt. Joe Johnson var með 30 stig fyrir Atlanta og það dugði ekki Hornets að Chris Paul var með 24 stig og 10 stoðsendingar eða að David West bætti við 16 stigum og 20 fráköstum. Richard Hamilton var frábær í 98-94 sigri Detroit Pistons á Orlando Magic en hann var með 29 stig og 14 stoðsendingar í leiknum. Detoit lék án Allen Iverson sjötta leikinn í röð en liðið hefur unnið fimm af þessum sex leikjum. Antonio McDyess var með 13 stig og 18 fráköst en Detroit hefur tak á Orlando því þetta var þriðji sigur liðsins í þremur leikjum á móti Magic í vetur. Houston vann 97-95 útisigur á Denver þar sem Ron Artest skoraði 22 stig fyrir Houston. Það hefur lítið gengið hjá Houston eftir Stjörnuleikshelgina en liðið hafði tapað 8 af síðustu 11 leikjum fyrir þennan leik. Caron Butler átti flottan leik þegar Washington vann 110-99 útisigur á Minnesota Timberwolves. Butler var með 27 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Bæði liðin höfðu tapað samanlagt 14 leikjum í röð fyrir leikinn.
NBA Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira