Viðskipti innlent

Gengi Bakkavarar fellur í byrjun dags

Bakkavararbræður.
Bakkavararbræður. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur fallið um 6,09 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði hér í morgun. Á sama tíma hefur gengi bréfa Marel Food Systems lækkað um 1,1 prósent.

Sex viðskipti upp á 22,2 milljónir króna liggja á bak við heildarveltuna í dag, þrenn viðskipti í hvoru félagi. Velta með bréf Marels eru upp á 21,6 milljónir króna en Bakkavarar 663 þúsund krónur.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefur lækkað um 0,32 prósent og stendur hún í 271 stigi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×