Haukar Íslandsmeistarar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. maí 2009 19:59 Arnar Pétursson lyftir bikarnum í kvöld. Mynd/Anton Haukar urðu í kvöld Íslandsmeistarar karla í handbolta eftir öruggan sigur á Val á útivelli í fjórða leik liðanna um titilinn. Haukar unnu þar með einvígið, 3-1. Valsmenn höfðu fyrir kvöldið ekki tapað leik á tímabilinu en þeir þurftu að játa sig sigraða fyrir deildarmeisturum Hauka í kvöld. Birkir Ívar Guðmundsson átti stórleik í marki Hauka og lagði markvarsla hans og varnarleikur Hauka grunninn að sigrinum í dag. Leiknum var lýst beint hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. Leik lokið: Valur - Haukar 25-33 Það er formsatriði að ljúka þessum leik og Haukar gera það með glæsibrag. Mörk Vals: Heimir Örn Árnason 6 Davíð Ólafsson 5 Elvar Friðriksson 4/1 Hjalti Þór Pálmason 4 Arnór Þór Gunnarsson 3/2 Orri Freyr Gíslason 1 Markús Máni Michaelsson 1 Hjalti Gylfason 1Varin skot: Ólafur Gíslason 12Mörk Hauka: Gunnar Berg Viktorsson 7/4 Andri Stefan 6 Freyr Brynjarsson 5 Sigurbergur Sveinsson 5 Kári Kristján Kristjánsson 4 Elías Már Halldórsson 3 Stefán Rafn Sigurmansson 2 Einar Örn Jónsson 1Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 2357. mínúta: Valur - Haukar 23-31 Valur tapar boltanum og Haukar skora úr hraðaupphlaupi. Þetta er búið. Haukar eru að verða Íslandsmeistarar.56. mínúta: Valur - Haukar 23-28 Hjalti Pálmason tapar boltanum í sókn Vals. Elías Már skorar úr hraðaupphlaupi. Þetta virðist búið þó svo að Davíð Ólafsson nái að minnka muninn aftur í fimm mörk fyrir Val.54. mínúta: Valur - Haukar 21-26 Enn ein sóknin rennur út í sandinn hjá Val. Þeir hafa ekki skorað í sex mínútur. Haukar halda í sókn og geta komist í sex marka forystu. 52. mínúta: Valur - Haukar 21-26 Úrræðaleysi Valsmanna í sóknarleik sínum virðist algert þessar mínúturnar. Þeir komast ekki í gegn og verða að skjóta að utan. Birkir Ívar hefur í litlum vandræðum átt með þessi skot. Elías Már skorar í kjölfarið úr hraðaupphlaupi og eykur muninn í fimm mörk. Tíminn er að hlaupa frá Valsmönnum.50. mínúta: Valur - Haukar 21-24 Hjalti Pálmason skoraði aftur en Haukar virðast skora tvö mörk fyrir hvert mark sem Valur skorar þessar mínúturnar.47. mínúta: Valur - Haukar 20-22 Haukar skora tvö í röð en Hjalti Pálmason svarar loksins fyrir Val. 44. mínúta: Valur - Haukar 19-20 Valur í yfirtölu, í sókn og möguleiki á að jafna. Birkir Ívar varði tvö skot í röð og Haukar fullmannaðir í sókn. Það ætlar að reynast erfitt fyrir Valsmenn að jafna þennan leik.41. mínúta: Valur - Haukar 18-20 Enn hafa Haukar yfirhöndina í leiknum en Valsmenn eru þó aldrei langt undan. Mikið um mistök hjá báðum liðum og leikurinn eilítið tilviljunarkenndur. 37. mínúta: Valur - Haukar 16-19 Valsmenn fengu tækifæri til að jafna metin í stöðunni 16-17 eftir að Ólafur Haukur varði tvívegis vel í marki Valsmanna. En þeir töpuðu enn einum boltanum og Haukar hafa skorað síðustu tvö mörk leiksins.33. mínúta: Valur - Haukar 15-17 Freyr Brynjarsson skorar fyrsta mark síðari hálfleiks fyrir Hauka. Valsmenn tapa svo boltanum strax aftur.Hálfleikur: Valur - Haukar 15-16 Heimir Örn Árnason skoraði síðustu þrjú mörk Vals í leiknum og heimamenn geta því þakkað honum fyrir að vera ekki meira undir í hálfleik. Leikurinn hefur verið nokkur kaflaskiptur en bæði lið hafa sýnt góða kafla og slæma. Markvarslan þarf þó að batna í Valsmarkinu.Mörk Vals: Heimir Örn Árnason 4 Davíð Ólafsson 3 Elvar Friðriksson 3/1 Arnór Þór Gunnarsson 2/2 Hjalti Þór Pálmason 2 Hjalti Gylfason 1Varin skot: Ólafur Gíslason 5Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 4 Kári Kristján Kristjánsson 3 Gunnar Berg Viktorsson 3/1 Freyr Brynjarsson 3 Andri Stefan 3Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 1128. mínúta: Valur - Haukar 12-14 Síðustu fjögur mörk Hauka hafa öll komið úr langskotum. Vörnin hjá Val er hins vegar ekkert alslæm og heimamenn hafa haldið í við gestina. Munurinn á liðunum liggur hins vegar í markvörslunni.21. mínúta: Valur - Haukar 9-10 Allt annað að sjá til Valsliðsins. Þeir eru fastir fyrir í vörn og yfirvegaðir í sókninni. Munurinn nú orðinn eitt mark.18. mínúta: Valur - Haukar 7-10 Valsmenn skoruðu bara tvö víti á um tíu mínútna kafla en nú var Hjalti Pálmason að skora úr langskoti og fiskaði um leið Gunnar Berg út af í tvær mínútur. Gæti reynst dýrmætt fyrir heimamenn.13. mínúta: Valur - Haukar 4-8 Kári Kristján skorar þriðja mark Hauka í röð úr vonlausri stöðu á línunni. Þetta hefði Ólafur átt að verja. Valsmenn taka leikhlé.12. mínúta: Valur - Haukar 4-7 Vörn Hauka er öflug með þá Arnar, Kára og Gunnar Berg fremsta í flokki og hafa Haukar skorað tvö mörk í röð og eiga kost á því þriðja.9. mínúta: Valur - Haukar 4-5 Vörn Hauka hefur verið að standa vaktina vel og áttu gestirnir möguleika á að komast þremur mörkum yfir. En í annað skiptið í leiknum klikkaði línusending og Valsmenn skoruðu úr hraðaupphlaupi.6. mínúta: Valur - Haukar 2-3 Mikill hraði í leiknum og Haukar eru komnir yfir eftir að Gunnar Berg skoraði úr víti. Þá var Arnór Þór Gunnarsson nýbúinn að misnota víti fyrir heimamenn.1. mínúta: Valur - Haukar 1-1 Haukar byrja með boltann en tapa boltanum í fyrstu sókn sinni. Valsmenn komast í hraðaupphlaup sem Davíð Ólafsson skorar úr. Andri Stefan svarar strax fyrir Hauka.20.15 Allt til reiðu Nú er allt klárt hér í Vodafone-höllinni og fer leikurinn senn að hefjast. Það er fín stemning á meðal áhorfenda og stuðningsmenn beggja liða láta vel í sér heyra.20.12 Ljósin slökkt Nú er verið að tilkynna liðin til leiks og hefur verið slökkt á ljósunum í húsinu þegar heimamenn eru kynntir til leiks. 20.05 DJ Baldur Hér er það hinn meiddi leikmaður Vals, Baldur Þorsteinsson, sem sér um tónlistina í húsinu. Aðrir meiðslagikkir - Sigurður Eggertsson og Sigfús Páll Sigfússon - hafa haldið honum félagsskap í plötusnúðabúrinu. 20.00 Velkomin til leiks Vísir heilsar héðan úr Vodafone-höllinni þar sem stundarfjórðungur er til að leikurinn hefjist. Áhorfendur eru að týnast í sætin sín og allt útlit fyrir hörkuspennandi viðureign í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Haukar urðu í kvöld Íslandsmeistarar karla í handbolta eftir öruggan sigur á Val á útivelli í fjórða leik liðanna um titilinn. Haukar unnu þar með einvígið, 3-1. Valsmenn höfðu fyrir kvöldið ekki tapað leik á tímabilinu en þeir þurftu að játa sig sigraða fyrir deildarmeisturum Hauka í kvöld. Birkir Ívar Guðmundsson átti stórleik í marki Hauka og lagði markvarsla hans og varnarleikur Hauka grunninn að sigrinum í dag. Leiknum var lýst beint hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. Leik lokið: Valur - Haukar 25-33 Það er formsatriði að ljúka þessum leik og Haukar gera það með glæsibrag. Mörk Vals: Heimir Örn Árnason 6 Davíð Ólafsson 5 Elvar Friðriksson 4/1 Hjalti Þór Pálmason 4 Arnór Þór Gunnarsson 3/2 Orri Freyr Gíslason 1 Markús Máni Michaelsson 1 Hjalti Gylfason 1Varin skot: Ólafur Gíslason 12Mörk Hauka: Gunnar Berg Viktorsson 7/4 Andri Stefan 6 Freyr Brynjarsson 5 Sigurbergur Sveinsson 5 Kári Kristján Kristjánsson 4 Elías Már Halldórsson 3 Stefán Rafn Sigurmansson 2 Einar Örn Jónsson 1Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 2357. mínúta: Valur - Haukar 23-31 Valur tapar boltanum og Haukar skora úr hraðaupphlaupi. Þetta er búið. Haukar eru að verða Íslandsmeistarar.56. mínúta: Valur - Haukar 23-28 Hjalti Pálmason tapar boltanum í sókn Vals. Elías Már skorar úr hraðaupphlaupi. Þetta virðist búið þó svo að Davíð Ólafsson nái að minnka muninn aftur í fimm mörk fyrir Val.54. mínúta: Valur - Haukar 21-26 Enn ein sóknin rennur út í sandinn hjá Val. Þeir hafa ekki skorað í sex mínútur. Haukar halda í sókn og geta komist í sex marka forystu. 52. mínúta: Valur - Haukar 21-26 Úrræðaleysi Valsmanna í sóknarleik sínum virðist algert þessar mínúturnar. Þeir komast ekki í gegn og verða að skjóta að utan. Birkir Ívar hefur í litlum vandræðum átt með þessi skot. Elías Már skorar í kjölfarið úr hraðaupphlaupi og eykur muninn í fimm mörk. Tíminn er að hlaupa frá Valsmönnum.50. mínúta: Valur - Haukar 21-24 Hjalti Pálmason skoraði aftur en Haukar virðast skora tvö mörk fyrir hvert mark sem Valur skorar þessar mínúturnar.47. mínúta: Valur - Haukar 20-22 Haukar skora tvö í röð en Hjalti Pálmason svarar loksins fyrir Val. 44. mínúta: Valur - Haukar 19-20 Valur í yfirtölu, í sókn og möguleiki á að jafna. Birkir Ívar varði tvö skot í röð og Haukar fullmannaðir í sókn. Það ætlar að reynast erfitt fyrir Valsmenn að jafna þennan leik.41. mínúta: Valur - Haukar 18-20 Enn hafa Haukar yfirhöndina í leiknum en Valsmenn eru þó aldrei langt undan. Mikið um mistök hjá báðum liðum og leikurinn eilítið tilviljunarkenndur. 37. mínúta: Valur - Haukar 16-19 Valsmenn fengu tækifæri til að jafna metin í stöðunni 16-17 eftir að Ólafur Haukur varði tvívegis vel í marki Valsmanna. En þeir töpuðu enn einum boltanum og Haukar hafa skorað síðustu tvö mörk leiksins.33. mínúta: Valur - Haukar 15-17 Freyr Brynjarsson skorar fyrsta mark síðari hálfleiks fyrir Hauka. Valsmenn tapa svo boltanum strax aftur.Hálfleikur: Valur - Haukar 15-16 Heimir Örn Árnason skoraði síðustu þrjú mörk Vals í leiknum og heimamenn geta því þakkað honum fyrir að vera ekki meira undir í hálfleik. Leikurinn hefur verið nokkur kaflaskiptur en bæði lið hafa sýnt góða kafla og slæma. Markvarslan þarf þó að batna í Valsmarkinu.Mörk Vals: Heimir Örn Árnason 4 Davíð Ólafsson 3 Elvar Friðriksson 3/1 Arnór Þór Gunnarsson 2/2 Hjalti Þór Pálmason 2 Hjalti Gylfason 1Varin skot: Ólafur Gíslason 5Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 4 Kári Kristján Kristjánsson 3 Gunnar Berg Viktorsson 3/1 Freyr Brynjarsson 3 Andri Stefan 3Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 1128. mínúta: Valur - Haukar 12-14 Síðustu fjögur mörk Hauka hafa öll komið úr langskotum. Vörnin hjá Val er hins vegar ekkert alslæm og heimamenn hafa haldið í við gestina. Munurinn á liðunum liggur hins vegar í markvörslunni.21. mínúta: Valur - Haukar 9-10 Allt annað að sjá til Valsliðsins. Þeir eru fastir fyrir í vörn og yfirvegaðir í sókninni. Munurinn nú orðinn eitt mark.18. mínúta: Valur - Haukar 7-10 Valsmenn skoruðu bara tvö víti á um tíu mínútna kafla en nú var Hjalti Pálmason að skora úr langskoti og fiskaði um leið Gunnar Berg út af í tvær mínútur. Gæti reynst dýrmætt fyrir heimamenn.13. mínúta: Valur - Haukar 4-8 Kári Kristján skorar þriðja mark Hauka í röð úr vonlausri stöðu á línunni. Þetta hefði Ólafur átt að verja. Valsmenn taka leikhlé.12. mínúta: Valur - Haukar 4-7 Vörn Hauka er öflug með þá Arnar, Kára og Gunnar Berg fremsta í flokki og hafa Haukar skorað tvö mörk í röð og eiga kost á því þriðja.9. mínúta: Valur - Haukar 4-5 Vörn Hauka hefur verið að standa vaktina vel og áttu gestirnir möguleika á að komast þremur mörkum yfir. En í annað skiptið í leiknum klikkaði línusending og Valsmenn skoruðu úr hraðaupphlaupi.6. mínúta: Valur - Haukar 2-3 Mikill hraði í leiknum og Haukar eru komnir yfir eftir að Gunnar Berg skoraði úr víti. Þá var Arnór Þór Gunnarsson nýbúinn að misnota víti fyrir heimamenn.1. mínúta: Valur - Haukar 1-1 Haukar byrja með boltann en tapa boltanum í fyrstu sókn sinni. Valsmenn komast í hraðaupphlaup sem Davíð Ólafsson skorar úr. Andri Stefan svarar strax fyrir Hauka.20.15 Allt til reiðu Nú er allt klárt hér í Vodafone-höllinni og fer leikurinn senn að hefjast. Það er fín stemning á meðal áhorfenda og stuðningsmenn beggja liða láta vel í sér heyra.20.12 Ljósin slökkt Nú er verið að tilkynna liðin til leiks og hefur verið slökkt á ljósunum í húsinu þegar heimamenn eru kynntir til leiks. 20.05 DJ Baldur Hér er það hinn meiddi leikmaður Vals, Baldur Þorsteinsson, sem sér um tónlistina í húsinu. Aðrir meiðslagikkir - Sigurður Eggertsson og Sigfús Páll Sigfússon - hafa haldið honum félagsskap í plötusnúðabúrinu. 20.00 Velkomin til leiks Vísir heilsar héðan úr Vodafone-höllinni þar sem stundarfjórðungur er til að leikurinn hefjist. Áhorfendur eru að týnast í sætin sín og allt útlit fyrir hörkuspennandi viðureign í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira