Fótbolti

Verður tilkynnt um félagsskipti Kaka til Real Madrid í dag?

Ómar Þorgeirsson skrifar
Kaka.
Kaka. Nordic photos/Getty images

Spænskir fjölmiðlar greina nú frá því að Kaka hafi lokið læknisskoðun hjá Real Madrid í Recife í Brasilíu eftir að AC Milan hafi samþykkt metkauptilboð Madridinga upp á 56 milljónir punda.

Kaka yrði þar með langdýrasti leikmaður í sögunni. Þangað til fregnirnar fást staðfestar er Zinedine Zidane hins vegar sá dýrasti en Real Madrid keypti hann frá Juventus árið 2001 á um 47 milljónir punda.

Kaupin myndu heldur betur undirstrika endurkomu Florentino Perez sem er kominn aftur í forsetastól Real Madrid eftir nokkurra ára fjarveru en hann stóð einnig að kaupunum á Zidane á sínum tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×