Körfubolti

Garnett settur á ís

Nordic Photos/Getty Images

Framherjinn Kevin Garnett hjá Boston Celtics í NBA deildinni verður látinn hvíla næstu fjóra leiki í það minnsta vegna hnémeiðsla.

Garnett missti úr 14 leiki vegna meiðsla á hné í vetur en var kominn á fullt á ný. Hann hefur hinsvegar ekki náð sér eins vel og vonast var til og því brugðu forráðamenn Celtics á það ráð að hvíla kappann alveg næstu daga.

Boston á aðeins sjö leiki eftir af deildarkeppninni og stefnan er á að hann nái að spila aðeins áður en úrslitakeppnin hefst um miðjan næsta mánuð.

"Við ákváðum að hvíla hann alveg eftir að hafa fylgst með honum hreyfa sig í dag. Hann gæti komið eitthvað við sögu í restina í einum til þremur leikjum, en hann hefur ekki náð sér eins og við vonuðumst til," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston.

Kevin Garnett er algjör lykilmaður í meistaraliði Boston og var kjörinn varnarmaður ársins í NBA á síðustu leiktíð.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×