Fótbolti

Þjálfari Real býst við fleiri leikmönnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pellegrini með Perez forseta.
Pellegrini með Perez forseta. Nordic Photos/Getty Images

Manuel Pellegrini, þjálfari Real Madrid, hefur greint frá því að ekkert þak sé á því hversu marga leikmenn Real Madrid ætli sér að kaupa í sumar.

Real er þegar búið að kaupa Kaká og Man. Utd hefur tekið tilboði félagsins í Cristiano Ronaldo.

Framherjinn David Villa hjá Valencia er sagður næstur á óskalistanum hjá Real og Arsenal-maðurinn Gael Clichy hefur einnig verið orðaður við Real.

„Við höfum ekkert ákveðið hvað við ætlum að kaupa marga leikmenn. Við erum aðeins að reyna að koma saman samkeppnishæfum leikmannahópi. Við erum að keppa á þremur vígstöðvum næsta vetur og viljum vinna allar keppnir," sagði Pellegrini.

„Ég vil helst ekki tala um þá sem koma til greina. Þetta er mikilvægur tími hjá Real Madrid. Við erum komnir með færan forseta sem vinnur með Valdano. Þeir eru saman að byggja frábært lið og því er eðlilegt að margir leikmenn vilji semja við Real."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×