Íslensk fyrirtæki í öndunarvél 24. júní 2009 06:00 Byggingarkrönum beint út í bláinn Aðstæður í fyrirtækjarekstri hér á landi eru erfiðar um þessar mundir. Ekki er ljóst hvert stefnir á næstu misserum. Markaðurinn/Samsett mynd „Allir eru að bíða. Bankakerfið ýtir á undan sér stórum ákvörðunum sem vinda endalaust upp á sig. En enginn tekur ákvörðun um það sem þarf að gera," segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Samtökin sendu í gær frá sér harðorða ályktun þar sem segir að verktakastarfsemi landsins sé að blæða út. Niðurskurður í vegagerð sé reiðarslag og skora samtökin á ríkisstjórnina að taka boðaðan niðurskurð í samgöngumálum upp á tólf milljarða króna til endurskoðunar. Þá er varað við framkvæmdastoppi við núverandi aðstæður enda eigi að halda framkvæmdastigi í horfinu í lengstu lög. Samtök iðnaðarins benda á í ályktun sinni að á árum áður hafi á bilinu tíu til tólf þúsund manns starfað við mannvirkjagerð. Nú stefni fjöldinn niður í fjögur þúsund manns. Þótt niðurskurður sé óumflýjanlegur um þessar mundir sé óþolandi að hann bitni allur á mannvirkjagreinum. Bent er á að með niðurskurðinum megi búast við að gjaldþrotum fyrirtækja, ekki síst verktakafyrirtækja, muni fjölga á næstunni, fjöldi fólks bætast við þær þúsundir sem þegar hafi misst vinnuna síðustu mánuði hjá fyrirtækjum á borð við Ístak, ÍAV, Loftorku, Hlaðbæ-Colas, Klæðningu, Hektar, Háfelli, Ásbergi og Nesprýði. Fyrirtækin bíði öll skýrra svara fyrir mánaðamót í næstu viku. Fyrir þann tíma þurfi að taka ákvarðanir um framtíð mörg hundruð starfsmanna fyrirtækjanna. Jón Steindór, líkt og aðrir þeir sem Markaðurinn hefur rætt við um íslenskt atvinnulíf síðustu misseri, vitnar til viðbragða Görans Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svía og þeirra ráða sem stjórnvöld þar notuðu þegar sænska fjármálakerfið fór á hliðina í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Viðbrögðin voru snörp öfugt við það sem hér hefur viðgengist. „Það verður að horfast í augu við vandann og grípa strax til aðgerða. Við tökum hins vegar plásturinn af hægt og rólega, það er verra," segir hann og leggur áherslu á að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Takist það ekki fljótlega geti vandinn orðið dýpri og erfiðari en ella. Erfiðar aðstæðurJón Steindór Valdimarsson„Aðstæður eru ekki góðar," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. „Útlánsvextir bankanna eru allt of háir og enginn sérlega áhugasamur um að taka lán á þeim kjörum sem bjóðast." Hann bætir við að fá fyrirtæki standi undir slíkum byrðum.Finnur segir fjármögnunarþörf atvinnulífsins allnokkra á næstu mánuðum. Ekki sé ljóst hvernig henni verði mætt nema með þeim afarkostum sem bjóðist.„Það er mikilvægt að fá fjármagn inn í atvinnulífið svo svigrúm verði til fjárfestinga og ráðninga á starfsfólki. Til að það verði að veruleika þarf að lækka stýrivexti verulega. Ljóst er að uppfylla þarf ákveðnar forsendur svo hægt sé að lækka vexti, en þar liggur boltinn hjá stjórnvöldum," segir hann og bætir við að ljúka þurfi trúverðugri áætlun um fjármál hins opinbera og ljúka endurskipulagningu bankakerfisins.„Frumvarpið sem nú liggur fyrir vegna ríkisfjármála veldur nokkrum vonbrigðum, sérstaklega að álögur á fyrirtæki og heimili eru auknar en ekki verulega gengið fram í niðurskurði á útgjöldum hins opinbera þar sem svigrúm ætti að vera til þess í ljósi útþenslu undanfarinna ára. Þó er jákvætt að verið er að búa til ákveðinn sjóndeildahring og framvindan að skýrast. En við núverandi aðstæður munu fyrirtæki landsins halda að sér höndum og þá teygist á niðursveiflunni," segir Finnur Oddsson.Þar eru sömuleiðis ákvæði sem gera fjármögnun íslenskra fyrirtækja enn erfiðari, svo sem hugmyndir um ádráttarskatt á erlendar vaxtagreiðslur, að hans sögn. Auknar álögur í farvatninuFinnur OddssonAllir viðmælendur Markaðarins eru sammála um að álögur hins opinbera séu að sliga fyrirtæki landsins.Þótt stýrivextir hafi mjakast niður séu þeir enn mun hærri en í samkeppnislöndunum og verji stjórnendur fyrirtækja of miklum tíma í varnarstöðu í afleitu rekstrarumhverfi. Fyrirtæki landsins, sem flest eru nú tæknilega gjaldþrota, ráði vart við byrðarnar sem á þau eru lögð.Fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis liggur frumvarp sem felur í sér tillögur um breytingar á tekjuskattslögum. Þar á meðal eru tillögur um fimmtán prósenta skatt á vaxtagreiðslur til erlendra aðila, þær sömu og Finnur nefndi. Málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar í gær og verður áframhald á umfjöllun um málið í vikunni.Forsvarsmenn nokkurra af stærstu og umsvifamestu fyrirtækja landsins og aðilar sem þeim tengjast funduðu með nefndinni fyrr á árinu og sendu inn umsagnir um frumvarpið í kjölfarið í mars.Allir þeir sem Markaðurinn ræddi við vöruðu við hættunum sem stafa af því að frumvarpið fari óbreytt frá nefndinni auk þess sem nokkur atriði sem þar sé að finna séu beinlínis röng.Í umsögnum sem Markaðurinn hefur séð er því vísað á bug að álögur á borð við þær sem stjórnvöld hyggist setja séu til í nágrannalöndunum. Þvert á móti hafi verið dregið úr álögum og sköttum á vaxtagreiðslur til erlendra lánveitenda víða. Þær fyrirfinnist ekki lengur á Norðurlöndunum auk þess sem markmiðið hafi verið að afnema skatta sem þessa innan Evrópusambandsins.Viðmælendur Markaðarins segja nefndinni vissulega ganga gott til enda sé með frumvarpinu gerð tilraun til að skattleggja útstreymi á vaxtagreiðslur til erlendra eigenda krónueigna sem festust inni með eign sína við setningu gjaldeyrishaftanna í fyrravetur.Einn viðmælenda líkti frumvarpinu hins vegar við það að skjóta mýflugu með haglabyssu fari það óbreytt gegnum Alþingi. Hætt sé við að fleiri verði fyrir skaða en stefnt sé að.Allir viðmælendur Markaðarins sögðu ljóst hvert stefndi verði óbreytt frumvarpið að lögum. Verði fimmtán prósenta skattur lagður á vaxtagreiðslur erlendra aðila sem lánað hafi íslensku fyrirtækjum fé til rekstrar muni það koma harðast niður á innlendum fyrirtækjum. Erlendir lánardrottnar sleppi með skrekkinn enda leggist skatturinn einfaldlega ofan á vaxtaálag erlendra lána og við það þyngist byrðar á íslensk fyrirtæki enn frekar.Ekki liggur þó fyrir hvert stefnir en vera kanna að erlendir lánveitendur snúi baki við íslenskum fyrirtækjum. Íslenska efnahagshrunið frá í fyrrahaust og þær afskriftir sem erlendir lánardrottnar horfa fram á spila stóra rullu.„Við erum að skoða málið. Gagnrýnin er eitt af þeim atriðum sem við munum skoða fyrir aðra umræðu málsins," segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar. Hann gerir ráð fyrir að ákvörðun verði tekin um það fyrir vikulok hvort ákvæðið um ádráttarskattana muni standa óbreytt eða verði tekið út. Traustið vantarKristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, benti á það á fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í síðustu viku að trúverðugleiki Íslendinga hefði fokið út í veður og vind í kjölfar efnahagshrunsins í fyrrahaust og séu margir á tossalista erlendra lánardrottna.Hún benti á að aðgangur íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni sé mjög takmarkaður og þurfi að grípa til aðgerða til að bæta úr því. Það sé ekki síst áhyggjuefni þar sem endurfjármögnun margra fyrirtækja er í mikilli óvissu nú um stundir.Treysta þurfi trúverðugleika íslensks efnahagslífs á nýjan leik til að byggja upp atvinnulíf til frambúðar, svo sem með aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru og bindi hún vonir við að það geti flýtt fyrir endurreisninni.Eftir því sem Markaðurinn kemst næst mun þolinmæði lánardrottna íslenskra fyrirtækja ekki óþrjótandi. Kjósi þeir að útdeila fjármunum sínum í tryggara efnahagsumhverfi en því sem hér virðist vera að rísa úr rústum efnahagshrunsins.„Þetta (skattar á vaxtagreiðslur) sendir þeim mjög röng skilaboð og getur verið stórhættulegt við núverandi aðstæður," segir einn sérfræðinga á fjármálamörkuðum í gær. „Þetta er ekki það sem þjóðin þarf á að halda." Undir smásjánni Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
„Allir eru að bíða. Bankakerfið ýtir á undan sér stórum ákvörðunum sem vinda endalaust upp á sig. En enginn tekur ákvörðun um það sem þarf að gera," segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Samtökin sendu í gær frá sér harðorða ályktun þar sem segir að verktakastarfsemi landsins sé að blæða út. Niðurskurður í vegagerð sé reiðarslag og skora samtökin á ríkisstjórnina að taka boðaðan niðurskurð í samgöngumálum upp á tólf milljarða króna til endurskoðunar. Þá er varað við framkvæmdastoppi við núverandi aðstæður enda eigi að halda framkvæmdastigi í horfinu í lengstu lög. Samtök iðnaðarins benda á í ályktun sinni að á árum áður hafi á bilinu tíu til tólf þúsund manns starfað við mannvirkjagerð. Nú stefni fjöldinn niður í fjögur þúsund manns. Þótt niðurskurður sé óumflýjanlegur um þessar mundir sé óþolandi að hann bitni allur á mannvirkjagreinum. Bent er á að með niðurskurðinum megi búast við að gjaldþrotum fyrirtækja, ekki síst verktakafyrirtækja, muni fjölga á næstunni, fjöldi fólks bætast við þær þúsundir sem þegar hafi misst vinnuna síðustu mánuði hjá fyrirtækjum á borð við Ístak, ÍAV, Loftorku, Hlaðbæ-Colas, Klæðningu, Hektar, Háfelli, Ásbergi og Nesprýði. Fyrirtækin bíði öll skýrra svara fyrir mánaðamót í næstu viku. Fyrir þann tíma þurfi að taka ákvarðanir um framtíð mörg hundruð starfsmanna fyrirtækjanna. Jón Steindór, líkt og aðrir þeir sem Markaðurinn hefur rætt við um íslenskt atvinnulíf síðustu misseri, vitnar til viðbragða Görans Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svía og þeirra ráða sem stjórnvöld þar notuðu þegar sænska fjármálakerfið fór á hliðina í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Viðbrögðin voru snörp öfugt við það sem hér hefur viðgengist. „Það verður að horfast í augu við vandann og grípa strax til aðgerða. Við tökum hins vegar plásturinn af hægt og rólega, það er verra," segir hann og leggur áherslu á að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Takist það ekki fljótlega geti vandinn orðið dýpri og erfiðari en ella. Erfiðar aðstæðurJón Steindór Valdimarsson„Aðstæður eru ekki góðar," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. „Útlánsvextir bankanna eru allt of háir og enginn sérlega áhugasamur um að taka lán á þeim kjörum sem bjóðast." Hann bætir við að fá fyrirtæki standi undir slíkum byrðum.Finnur segir fjármögnunarþörf atvinnulífsins allnokkra á næstu mánuðum. Ekki sé ljóst hvernig henni verði mætt nema með þeim afarkostum sem bjóðist.„Það er mikilvægt að fá fjármagn inn í atvinnulífið svo svigrúm verði til fjárfestinga og ráðninga á starfsfólki. Til að það verði að veruleika þarf að lækka stýrivexti verulega. Ljóst er að uppfylla þarf ákveðnar forsendur svo hægt sé að lækka vexti, en þar liggur boltinn hjá stjórnvöldum," segir hann og bætir við að ljúka þurfi trúverðugri áætlun um fjármál hins opinbera og ljúka endurskipulagningu bankakerfisins.„Frumvarpið sem nú liggur fyrir vegna ríkisfjármála veldur nokkrum vonbrigðum, sérstaklega að álögur á fyrirtæki og heimili eru auknar en ekki verulega gengið fram í niðurskurði á útgjöldum hins opinbera þar sem svigrúm ætti að vera til þess í ljósi útþenslu undanfarinna ára. Þó er jákvætt að verið er að búa til ákveðinn sjóndeildahring og framvindan að skýrast. En við núverandi aðstæður munu fyrirtæki landsins halda að sér höndum og þá teygist á niðursveiflunni," segir Finnur Oddsson.Þar eru sömuleiðis ákvæði sem gera fjármögnun íslenskra fyrirtækja enn erfiðari, svo sem hugmyndir um ádráttarskatt á erlendar vaxtagreiðslur, að hans sögn. Auknar álögur í farvatninuFinnur OddssonAllir viðmælendur Markaðarins eru sammála um að álögur hins opinbera séu að sliga fyrirtæki landsins.Þótt stýrivextir hafi mjakast niður séu þeir enn mun hærri en í samkeppnislöndunum og verji stjórnendur fyrirtækja of miklum tíma í varnarstöðu í afleitu rekstrarumhverfi. Fyrirtæki landsins, sem flest eru nú tæknilega gjaldþrota, ráði vart við byrðarnar sem á þau eru lögð.Fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis liggur frumvarp sem felur í sér tillögur um breytingar á tekjuskattslögum. Þar á meðal eru tillögur um fimmtán prósenta skatt á vaxtagreiðslur til erlendra aðila, þær sömu og Finnur nefndi. Málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar í gær og verður áframhald á umfjöllun um málið í vikunni.Forsvarsmenn nokkurra af stærstu og umsvifamestu fyrirtækja landsins og aðilar sem þeim tengjast funduðu með nefndinni fyrr á árinu og sendu inn umsagnir um frumvarpið í kjölfarið í mars.Allir þeir sem Markaðurinn ræddi við vöruðu við hættunum sem stafa af því að frumvarpið fari óbreytt frá nefndinni auk þess sem nokkur atriði sem þar sé að finna séu beinlínis röng.Í umsögnum sem Markaðurinn hefur séð er því vísað á bug að álögur á borð við þær sem stjórnvöld hyggist setja séu til í nágrannalöndunum. Þvert á móti hafi verið dregið úr álögum og sköttum á vaxtagreiðslur til erlendra lánveitenda víða. Þær fyrirfinnist ekki lengur á Norðurlöndunum auk þess sem markmiðið hafi verið að afnema skatta sem þessa innan Evrópusambandsins.Viðmælendur Markaðarins segja nefndinni vissulega ganga gott til enda sé með frumvarpinu gerð tilraun til að skattleggja útstreymi á vaxtagreiðslur til erlendra eigenda krónueigna sem festust inni með eign sína við setningu gjaldeyrishaftanna í fyrravetur.Einn viðmælenda líkti frumvarpinu hins vegar við það að skjóta mýflugu með haglabyssu fari það óbreytt gegnum Alþingi. Hætt sé við að fleiri verði fyrir skaða en stefnt sé að.Allir viðmælendur Markaðarins sögðu ljóst hvert stefndi verði óbreytt frumvarpið að lögum. Verði fimmtán prósenta skattur lagður á vaxtagreiðslur erlendra aðila sem lánað hafi íslensku fyrirtækjum fé til rekstrar muni það koma harðast niður á innlendum fyrirtækjum. Erlendir lánardrottnar sleppi með skrekkinn enda leggist skatturinn einfaldlega ofan á vaxtaálag erlendra lána og við það þyngist byrðar á íslensk fyrirtæki enn frekar.Ekki liggur þó fyrir hvert stefnir en vera kanna að erlendir lánveitendur snúi baki við íslenskum fyrirtækjum. Íslenska efnahagshrunið frá í fyrrahaust og þær afskriftir sem erlendir lánardrottnar horfa fram á spila stóra rullu.„Við erum að skoða málið. Gagnrýnin er eitt af þeim atriðum sem við munum skoða fyrir aðra umræðu málsins," segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar. Hann gerir ráð fyrir að ákvörðun verði tekin um það fyrir vikulok hvort ákvæðið um ádráttarskattana muni standa óbreytt eða verði tekið út. Traustið vantarKristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, benti á það á fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í síðustu viku að trúverðugleiki Íslendinga hefði fokið út í veður og vind í kjölfar efnahagshrunsins í fyrrahaust og séu margir á tossalista erlendra lánardrottna.Hún benti á að aðgangur íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni sé mjög takmarkaður og þurfi að grípa til aðgerða til að bæta úr því. Það sé ekki síst áhyggjuefni þar sem endurfjármögnun margra fyrirtækja er í mikilli óvissu nú um stundir.Treysta þurfi trúverðugleika íslensks efnahagslífs á nýjan leik til að byggja upp atvinnulíf til frambúðar, svo sem með aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru og bindi hún vonir við að það geti flýtt fyrir endurreisninni.Eftir því sem Markaðurinn kemst næst mun þolinmæði lánardrottna íslenskra fyrirtækja ekki óþrjótandi. Kjósi þeir að útdeila fjármunum sínum í tryggara efnahagsumhverfi en því sem hér virðist vera að rísa úr rústum efnahagshrunsins.„Þetta (skattar á vaxtagreiðslur) sendir þeim mjög röng skilaboð og getur verið stórhættulegt við núverandi aðstæður," segir einn sérfræðinga á fjármálamörkuðum í gær. „Þetta er ekki það sem þjóðin þarf á að halda."
Undir smásjánni Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira