Körfubolti

Rose staðfestur sem nýliði ársins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rose sést hér með verðlaunin í kvöld.
Rose sést hér með verðlaunin í kvöld. Nordic Photos/Getty Images

Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, var í kvöld valinn nýliði ársins í NBA-deildinni en Vísir greindi frá því fyrr í dag að hann myndi líklegast hreppa hnossið.

Strákurinn ungi viðurkenndi að hann hefði virkilega viljað vinna þessa útnefningu.

„Þegar ég byrjaði tímabilið var takmark mitt að vinna til þessara verðlauna. Ég sagði við ykkur blaðamenn að mér væri alveg sama en ég var að ljúga að ykkur. Ég virkilega vildi vinna til þessara verðlauna enda að keppa á móti mjög hæfileikaríkum strákum um verðlaunin," sagði Rose kampakátur í kvöld.

Rose vann verðlaunin með yfirburðum en hann leiddi Bulls í úrslitakeppnina og vakti þennan sofandi risa til lífsins á nýjan leik. Hann fékk 574 stig í kjörinu og 111 íþróttafréttamenn settu hann efstan á sinn lista. O.J. Mayo hjá Memphis varð annar með 127 stig en fimm settu hann efstan á sinn lista.

Rose er þriðji leikmaðurinní sögu Bulls til þess að fá verðlaunin. Hinir eru Michael Jordan og Elton Brand.

Strákurinn skoraði 16,8 stig og gaf 6,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×