Teitur framlengdi við Stjörnuna 2. apríl 2009 16:29 Teitur Örlygsson kortleggur leik Stjörnumanna á Reykjanesbrautinni Mynd/Daníel "Ég var ekki lengi að hugsa mig um af því mér fannst þetta svo ofboðslega skemmtilegt," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar, sem í gær framlengdi samning sinn við félagið um tvö ár. Teitur náði frábærum árangri með liðið í Iceland Express deildinni eftir að hafa tekið við því í fallbaráttu á miðjum vetri. Hann landaði fyrsta titlinum í hús þegar liðið varð bikarmeistari eftir frækinn sigur á KR í úrslitaleik. "Hérna líður mér mjög vel. Það er svo gott fólk í kring um þetta lið að mér fannst ekki spurning um að halda áfram. Okkur gekk vel eftir áramótin og unnum auðvitað bikarinn, svo það verður mikil áskorun að toppa þennan vetur. Við ætlum að reyna að mæta tilbúnir til leiks næsta haust og erum að horfa í kring um okkur eftir fleiri leikmönnum," sagði Teitur. Allir velkomnir í Garðabæinn Ljóst er að Stjarnan missir leikstjórnandann Ólaf Sigurðsson fyrir næsta vetur þegar hann fer af landi brott. Teitur á von á að gott gengi liðsins í vetur verði auglýsing fyrir leikmenn sem hugsa sér til hreyfings í sumar. "Við erum ekki farnir að líta mikið í kring um okkur en hingað eru allir velkomnir," sagði Teitur léttur í bragði. "Staðan er þannig í þjóðfélaginu í dag að það eru ekki miklir peningar til, svo við eigum eftir að sjá hvernig þetta verður. Við keyrum ekki á mörgum mönnum og þegar svo er, má ekkert út af bera með meiðsli og slíkt. Ég vona að séu einhverjiir leikmenn þarna úti núna sem renna hýru auga til Stjörnunnar og langar að koma og taka þátt í gleðinni," sagði Teitur. Gæðastund á brautinni Hann segir hafa notið sín vel að vera kominn aftur í þjálfarastólinn í vetur. "Ég fann það í vetur hvað tíminn í Njarðvík var góð reynsla fyrir mig. Öll mín einbeiting núna er allt öðruvísi og þetta er allt miklu skýrara. Svo er tíminn á Reykjanesbrautinni algjör gæðatími. Það er svo gott að fá tímann í bílnum fyrir og eftir æfingu til að kortleggja hvað betur má fara. Þar hefur maður algjöran frið. Þetta eru dálítið langar æfingar, en þær skila sér, sérstaklega ef liðið nær árangri," sagði Teitur hlæjandi. Dominos-deild karla Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
"Ég var ekki lengi að hugsa mig um af því mér fannst þetta svo ofboðslega skemmtilegt," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar, sem í gær framlengdi samning sinn við félagið um tvö ár. Teitur náði frábærum árangri með liðið í Iceland Express deildinni eftir að hafa tekið við því í fallbaráttu á miðjum vetri. Hann landaði fyrsta titlinum í hús þegar liðið varð bikarmeistari eftir frækinn sigur á KR í úrslitaleik. "Hérna líður mér mjög vel. Það er svo gott fólk í kring um þetta lið að mér fannst ekki spurning um að halda áfram. Okkur gekk vel eftir áramótin og unnum auðvitað bikarinn, svo það verður mikil áskorun að toppa þennan vetur. Við ætlum að reyna að mæta tilbúnir til leiks næsta haust og erum að horfa í kring um okkur eftir fleiri leikmönnum," sagði Teitur. Allir velkomnir í Garðabæinn Ljóst er að Stjarnan missir leikstjórnandann Ólaf Sigurðsson fyrir næsta vetur þegar hann fer af landi brott. Teitur á von á að gott gengi liðsins í vetur verði auglýsing fyrir leikmenn sem hugsa sér til hreyfings í sumar. "Við erum ekki farnir að líta mikið í kring um okkur en hingað eru allir velkomnir," sagði Teitur léttur í bragði. "Staðan er þannig í þjóðfélaginu í dag að það eru ekki miklir peningar til, svo við eigum eftir að sjá hvernig þetta verður. Við keyrum ekki á mörgum mönnum og þegar svo er, má ekkert út af bera með meiðsli og slíkt. Ég vona að séu einhverjiir leikmenn þarna úti núna sem renna hýru auga til Stjörnunnar og langar að koma og taka þátt í gleðinni," sagði Teitur. Gæðastund á brautinni Hann segir hafa notið sín vel að vera kominn aftur í þjálfarastólinn í vetur. "Ég fann það í vetur hvað tíminn í Njarðvík var góð reynsla fyrir mig. Öll mín einbeiting núna er allt öðruvísi og þetta er allt miklu skýrara. Svo er tíminn á Reykjanesbrautinni algjör gæðatími. Það er svo gott að fá tímann í bílnum fyrir og eftir æfingu til að kortleggja hvað betur má fara. Þar hefur maður algjöran frið. Þetta eru dálítið langar æfingar, en þær skila sér, sérstaklega ef liðið nær árangri," sagði Teitur hlæjandi.
Dominos-deild karla Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira