Sport

Góðborgarinn reyndist þjófur

Hjólið hans Armstrong kom í leitirnar að lokum
Hjólið hans Armstrong kom í leitirnar að lokum Nordic Photos/Getty Images

Nú virðist sem hinu furðulega sakamáli í kring um þjófnaðinn á reiðhjóli goðsagnarinnar Lance Armstrong sé loksins að ljúka.

Lögreglan í Sacramento í Bandaríkjunum handtók í gær tvo menn í tengslum við þjófnað á hjóli Armstrong, en það var tekið ófrjálsri hendi þegar hann var að undirbúa sig fyrir Kaliforníuhjólreiðarnar um miðjan febrúar. Hjólið kostaði 1,2 milljónir króna.

Hinir handteknu eru báðir á fertugsaldri og annar þeirra á sér langan sakaferil. Annar þeirra hafði samband við Armstrong á netinu, sagðist vera aðdáandi hans og tjáði honum að hann hefði keypt hjólið fyrir stórfé af ónefndum aðila.

Þegar lögreglan í Sacramento fór að kynna sér málið betur kom í ljós að báðir mennirnir sem tengdust málinu höfðu óhreint mjöl í pokahorninu og var annar þeirra alræmdur reiðhjólaþjófur.

Sá hafði meira að segja stolið "tálbeituhjóli" af lögreglunni í eitt skipti og þegar hann var sendur frá dómara síðast árið 2007 sagði dómarinn; "Við erum orðnir hundleiðir á að handtaka þig á hverju ári."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×