Miklu meiri lokaúrslitareynsla í KR-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2009 14:30 Systurnar Hildur og Guðrún Arna Sigurðardætur hafa leikið 19 leiki hvor í lokaúrslitum. Mynd/Vilhelm Haukar og KR hefja á eftir úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Haukar eru deildarmeistarar og með heimavallarrétt en það er miklu meiri lokaúrslitareynsla í liði Vesturbæinga. Tíu KR-konur hafa áður tekið þátt í lokaúrslitum á móti aðeins fjórum Haukakonum. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 16.00 á Ásvöllum. Tíu leikmenn KR hafa tekið þátt í samtals 78 leikjum í lokaúrslitum og hafa spilað í 1358 mínútur í þessum leikjum um Íslandsmeistaratitilinn. Fjórir leikmenn Hauka hafa aftur á móti tekið þátt í samtals 19 leikjum í lokaúrslitum og hafa spilað alls í 202 mínútur í leikjum um titilinn eða í 1156 færri mínútur en KR-konur. Öll lokaúrslitaleikjareynsla Haukaliðsins liggur nánast hjá Kristrúnu Sigurjónsdóttir, fyrirliða liðsins, en hún var í stóru hlutverki þegar Haukar unnu titilinn 2006 og 2007. Kristrún hefur spilað 193 af þessum 202 mínútum og ennfremur skorað 72 af þeim 74 stigum sem leikmenn Hauka hafa áður skorað í lokaúrslitum. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, er reyndasti leikmaður KR-liðsins, en hún hefur spilað 488 mínútur í 19 leikjum í lokaúrslitum. Hildur hefur skorað 8,4 stig og tekið 5,4 fráköst að meðaltali á 27,1 mínútum í þessum leikjum. Hildur varð Íslandsmeistari með KR 2001 og 2002 en tapaði með KR í lokaúrslitum 2000, 2003 og 2008. Systir Hildar, Guðrún Arna, hefur einnig leikið 19 leiki en 399 mínútum færra. Þrír leikmenn KR eru að spila í lokaúrslitum fjórða árið í röð. Þetta eru Borganessysturnar Sigrún og Guðrún Ámundadætur og Margrét Kara Sturludóttir sem á ein möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Margrét Kara varð Íslandsmeistari með Keflavík í fyrra en hafði þurft að sætta sig við silfrið tvö ár þar á undan. Systurnar Sigrún og Guðrún Ámundadætur geta orðið Íslandsmeistarar í þriðja sinn á fjórum árum en þær urðu meistarar með Haukum 2006 og 2007. Tveir leikmenn Haukaliðsins, Kristrún Sigurjónsdóttir og Sara Pálmadóttir, eiga einnig möguleika á því að vinna þriðja gullið á fjórum árum. Lokaúrslitaleikjareynslan í Haukaliðinu Kristrún Sigurjónsdóttir 7 leikir, 193 mínútur og 72 stig Sara Pálmadóttir 6 leikir, 7 mínútur og 0 stig Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3 leikir, 2 mínútur og 2 stig Klara Guðmundsdóttir 1 leikur, 0 mínútur Lokaúrslitaleikjareynslan í KR-liðinu Hildur Sigurðardóttir 19 leikir, 488 mínútur og 152 stig Guðrún Arna Sigurðardóttir 19 leikir, 89 mínútur og 19 stig Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10 leikir, 277 mínútur og 104 stig Margrét Kara Sturludóttir 10 leikir, 224 mínútur og 56 stig Guðrún Ósk Ámundadóttir 9 leikir, 108 mínútur og 21 stig Helga Einarsdóttir 3 leikir, 92 mínútur og 12 stig Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 3 leikir, 80 mínútur og 27 stig Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 3 leikir, 0 mínútur Brynhildur Jónsdóttir 1 leikur, 0 mínútur Dóra Björn Þrándardóttir 1 leikur, 0 mínútur Fjögur ár í röð í lokaúrslitum Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Haukar, 2006 Íslandsmeistari (3,0 stig og 4,3 frák. á 18,0 mínútum) Haukar, 2007 Íslandsmeistari (14,0 stig og 7,5 frák. á 30,3 mínútum) KR, 2008 Silfur (13,0 stig og 12,0 frák. á 34,0 mínútum) Guðrún Ósk Ámundadóttir Haukar, 2006 Íslandsmeistari (2,0 stig á 4,0 mínútum) Haukar, 2007 Íslandsmeistari (1,3 stig og 1,5 frák. á 11,5 mínútum) KR, 2008 Silfur (4,7 stig og 1,7 frák. á 19,3 mínútum) Margrét Kara Sturludóttir Keflavík, 2006 Silfur (3,0 stig og 10,5 frák. á 22,5 mínútum) Keflavík, 2007 Silfur (7,8 stig og 8,0 frák. á 26,5 mínútum) Keflavík, 2008 Íslandsmeistari (6,3 stig og 11,0 frák. á 24,3 mínútum) Dominos-deild kvenna Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Haukar og KR hefja á eftir úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Haukar eru deildarmeistarar og með heimavallarrétt en það er miklu meiri lokaúrslitareynsla í liði Vesturbæinga. Tíu KR-konur hafa áður tekið þátt í lokaúrslitum á móti aðeins fjórum Haukakonum. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 16.00 á Ásvöllum. Tíu leikmenn KR hafa tekið þátt í samtals 78 leikjum í lokaúrslitum og hafa spilað í 1358 mínútur í þessum leikjum um Íslandsmeistaratitilinn. Fjórir leikmenn Hauka hafa aftur á móti tekið þátt í samtals 19 leikjum í lokaúrslitum og hafa spilað alls í 202 mínútur í leikjum um titilinn eða í 1156 færri mínútur en KR-konur. Öll lokaúrslitaleikjareynsla Haukaliðsins liggur nánast hjá Kristrúnu Sigurjónsdóttir, fyrirliða liðsins, en hún var í stóru hlutverki þegar Haukar unnu titilinn 2006 og 2007. Kristrún hefur spilað 193 af þessum 202 mínútum og ennfremur skorað 72 af þeim 74 stigum sem leikmenn Hauka hafa áður skorað í lokaúrslitum. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, er reyndasti leikmaður KR-liðsins, en hún hefur spilað 488 mínútur í 19 leikjum í lokaúrslitum. Hildur hefur skorað 8,4 stig og tekið 5,4 fráköst að meðaltali á 27,1 mínútum í þessum leikjum. Hildur varð Íslandsmeistari með KR 2001 og 2002 en tapaði með KR í lokaúrslitum 2000, 2003 og 2008. Systir Hildar, Guðrún Arna, hefur einnig leikið 19 leiki en 399 mínútum færra. Þrír leikmenn KR eru að spila í lokaúrslitum fjórða árið í röð. Þetta eru Borganessysturnar Sigrún og Guðrún Ámundadætur og Margrét Kara Sturludóttir sem á ein möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Margrét Kara varð Íslandsmeistari með Keflavík í fyrra en hafði þurft að sætta sig við silfrið tvö ár þar á undan. Systurnar Sigrún og Guðrún Ámundadætur geta orðið Íslandsmeistarar í þriðja sinn á fjórum árum en þær urðu meistarar með Haukum 2006 og 2007. Tveir leikmenn Haukaliðsins, Kristrún Sigurjónsdóttir og Sara Pálmadóttir, eiga einnig möguleika á því að vinna þriðja gullið á fjórum árum. Lokaúrslitaleikjareynslan í Haukaliðinu Kristrún Sigurjónsdóttir 7 leikir, 193 mínútur og 72 stig Sara Pálmadóttir 6 leikir, 7 mínútur og 0 stig Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3 leikir, 2 mínútur og 2 stig Klara Guðmundsdóttir 1 leikur, 0 mínútur Lokaúrslitaleikjareynslan í KR-liðinu Hildur Sigurðardóttir 19 leikir, 488 mínútur og 152 stig Guðrún Arna Sigurðardóttir 19 leikir, 89 mínútur og 19 stig Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10 leikir, 277 mínútur og 104 stig Margrét Kara Sturludóttir 10 leikir, 224 mínútur og 56 stig Guðrún Ósk Ámundadóttir 9 leikir, 108 mínútur og 21 stig Helga Einarsdóttir 3 leikir, 92 mínútur og 12 stig Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 3 leikir, 80 mínútur og 27 stig Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 3 leikir, 0 mínútur Brynhildur Jónsdóttir 1 leikur, 0 mínútur Dóra Björn Þrándardóttir 1 leikur, 0 mínútur Fjögur ár í röð í lokaúrslitum Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Haukar, 2006 Íslandsmeistari (3,0 stig og 4,3 frák. á 18,0 mínútum) Haukar, 2007 Íslandsmeistari (14,0 stig og 7,5 frák. á 30,3 mínútum) KR, 2008 Silfur (13,0 stig og 12,0 frák. á 34,0 mínútum) Guðrún Ósk Ámundadóttir Haukar, 2006 Íslandsmeistari (2,0 stig á 4,0 mínútum) Haukar, 2007 Íslandsmeistari (1,3 stig og 1,5 frák. á 11,5 mínútum) KR, 2008 Silfur (4,7 stig og 1,7 frák. á 19,3 mínútum) Margrét Kara Sturludóttir Keflavík, 2006 Silfur (3,0 stig og 10,5 frák. á 22,5 mínútum) Keflavík, 2007 Silfur (7,8 stig og 8,0 frák. á 26,5 mínútum) Keflavík, 2008 Íslandsmeistari (6,3 stig og 11,0 frák. á 24,3 mínútum)
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn