Fótbolti

Barcelona og Real Madrid ætla bæði að bjóða í Fabregas í janúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas klikkaði á vítaspyrnu á móti Stoke í gær.
Cesc Fabregas klikkaði á vítaspyrnu á móti Stoke í gær. Mynd/AFP

Barcelona og Real Madrid keppa ekki bara um spænska meistaratitilinn í vetur því þau ætla í annarskonar keppni þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar nefnilega kapphlaupið um að ná að kaupa Cesc Fabregas frá Arsenal. Spænska blaðið Marca segir að fyrirliði Arsenal sé þegar búinn að ákveða það að fara frá Lundúnaliðinu eftir tímabilið.

Barcelona hefur verið lengi á eftir Cesc Fabregas en nú er Real Madrid einnig komið inn í myndina. Real Madrid sér fyrir sér að Cesc Fabregas væri hinn fullkomni leikmaður við hliðina á Xabi Alonso þar sem forráðamenn Real telja að Steven Gerrard sé orðinn of gamall.

Marca segir að Barcelona hafi þegar fengið jákvæð viðbrögð frá Arsenal en það er ljóst að Arsenal þarf að fá mjög gott tilboð, tilboð í kringum 50 milljónir punda, ætli liðið að íhuga það að selja sinn besta leikmann í byrjun ársins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×