Körfubolti

LeBron James og Chris Paul léku best allra í vikunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James er að gera frábæra hluti með Cleveland.
LeBron James er að gera frábæra hluti með Cleveland. Mynd/GettyImages

LeBron James hjá Cleveland Cavaliers og Chris Paul hjá New Orleans Hornets voru valdir bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni og setti James með því met.

Þetta er í sjöunda sinn á tímabilinu sem LeBron James er valinn besti leikmaður vikunnar í Austurdeildinni en hann var líka sá besti í síðustu viku. Hann hefur nú verið 20 sinnum valinn bestur í einni viku á ferlinum

James skoraði 30,3 stig, tók 10,3 fráköst, gaf 7,8 stoðsendingar og stal 2,3 boltum að meðaltali í fjórum leikjum Clevaland í vikunni en liðið vann þá alla.

Chris Paul var líka frábær í síðustu viku með Hornets og hann var valinn besti leikmaður vikunnar í Vesturdeildinni. Paul skoraði 28,5 stig, gaf 9,5 stoðsendingar og stal 4,5 boltum að meðaltali í vikunni og New Orleans vann 3 af 4 leikjum sínum.

 



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×