Körfubolti

Mullin hættir hjá Warriors - orðaður við Knicks

Chris Mullin
Chris Mullin Nordic Photos/Getty Images

Körfuboltagoðsögnin Chris Mullin hefur formlega látið af störfum sem framkvæmdastjóri Golden State Warriors í NBA deildinni.

Mullin hætti störfum fyrir nokkrum mánuðum en það var ekki fyrr en í gærkvöld sem tilkynnt var að samningur hans við félagið yrði ekki endurnýjaður og við starfi hans tæki Larry Riley. Sá var áður aðstoðarmaður Don Nelson þjálfara liðsins.

Chris Mullin lék lengst af með Golden State þegar hann spilaði í NBA deildinni og var í draumaliði Bandaríkjamanna sem unnu sigur á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. Hann var fimmfaldur stjörnuleikmaður.

Mullin hefur þegar verið orðaður við framkvæmdastjórastöðu hjá New York Knicks.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×