Grænþvottur í Kaupmannahöfn? Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 15. desember 2009 06:00 Lokasprettur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn hefst í dag. Ráðherrar tínast til Hafnar hver á fætur öðrum og fyrir lok vikunnar þarf að innsigla samkomulag um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Sjaldan hefur jafnmikið verið undir á einni SÞ-ráðstefnu. Ef ríki heims grípa ekki til raunhæfra aðgerða strax til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda bendir allt til þess að hlýnun lofthjúpsins muni kalla fram hamfaralíkar breytingar á veðurfari og lífríki jarðar á þessari öld. Hér þarf ekki að ýkja neitt, nóg er að kynna sér niðurstöður Vísindanefndar SÞ um loftslagsbreytingar til að sannfærast um nauðsyn þess að grípa til róttækra aðgerða. Afleiðingar hlýnunar lofts og sjávar geta kallað miklar hörmungar yfir mannkynið. Frá því á loftslagsráðstefnunni á Balí árið 2007 hafa íslensk stjórnvöld lagt sig fram um að vera hluti af lausninni í samningaviðræðum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Það var grundvallarbreyting á afstöðu Íslands. Við höfum skuldbundið okkur til þess að mæta kröfunni um að hlýnun fari ekki yfir 2°C á þessari öld. Þá tókum við stöðu við hlið Evrópusambandsins í samningaviðræðunum, af ábyrgð og festu, sem ég er mjög stolt af. Það er ábyrgðarhluti lands sem telst meðal ríkustu þjóða heims - bæði fyrir og eftir hrun - að leggja sitt af mörkum til þess að leysa loftslagsvandann. Við höfum sett okkur losunarmarkmið hér heima og einnig lagt til að endurheimt votlendis reiknist ríkjum til tekna í baráttunni við loftslagsbreytingar. Næstu dagar munu ráða úrslitum um það hvort leiðtogar rúmlega 190 ríkja búi yfir festu og pólitískum kjarki sem dugar til að ná raunhæfu og haldgóðu samkomulagi í Kaupmannahöfn. Ef það bregst er hætt við að niðurstaðan verði grænþvottur, þ.e. að leiðtogarnir setji engar tölur á blað og skuldbindi sig ekki til raunhæfra aðgerða sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, og samningaviðræður sigli í strand. Það má ekki gerast. Höfundur er formaður umhverfisnefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Lokasprettur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn hefst í dag. Ráðherrar tínast til Hafnar hver á fætur öðrum og fyrir lok vikunnar þarf að innsigla samkomulag um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Sjaldan hefur jafnmikið verið undir á einni SÞ-ráðstefnu. Ef ríki heims grípa ekki til raunhæfra aðgerða strax til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda bendir allt til þess að hlýnun lofthjúpsins muni kalla fram hamfaralíkar breytingar á veðurfari og lífríki jarðar á þessari öld. Hér þarf ekki að ýkja neitt, nóg er að kynna sér niðurstöður Vísindanefndar SÞ um loftslagsbreytingar til að sannfærast um nauðsyn þess að grípa til róttækra aðgerða. Afleiðingar hlýnunar lofts og sjávar geta kallað miklar hörmungar yfir mannkynið. Frá því á loftslagsráðstefnunni á Balí árið 2007 hafa íslensk stjórnvöld lagt sig fram um að vera hluti af lausninni í samningaviðræðum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Það var grundvallarbreyting á afstöðu Íslands. Við höfum skuldbundið okkur til þess að mæta kröfunni um að hlýnun fari ekki yfir 2°C á þessari öld. Þá tókum við stöðu við hlið Evrópusambandsins í samningaviðræðunum, af ábyrgð og festu, sem ég er mjög stolt af. Það er ábyrgðarhluti lands sem telst meðal ríkustu þjóða heims - bæði fyrir og eftir hrun - að leggja sitt af mörkum til þess að leysa loftslagsvandann. Við höfum sett okkur losunarmarkmið hér heima og einnig lagt til að endurheimt votlendis reiknist ríkjum til tekna í baráttunni við loftslagsbreytingar. Næstu dagar munu ráða úrslitum um það hvort leiðtogar rúmlega 190 ríkja búi yfir festu og pólitískum kjarki sem dugar til að ná raunhæfu og haldgóðu samkomulagi í Kaupmannahöfn. Ef það bregst er hætt við að niðurstaðan verði grænþvottur, þ.e. að leiðtogarnir setji engar tölur á blað og skuldbindi sig ekki til raunhæfra aðgerða sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, og samningaviðræður sigli í strand. Það má ekki gerast. Höfundur er formaður umhverfisnefndar Alþingis.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun