Kvikmyndagerðarmenn leggja Búðardal undir sig Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 6. júlí 2009 06:00 Ólafur Jóhannesson er í góðum félagsskap í kvikmyndinni Laxdæla Lárusar Skjaldarsonar. Stefán Karl leikur aðalpersónuna Lárus sem lýgur sig inn í samfélagið á Búðardal á þeim forsendum að hann geti komið sláturhúsi staðarins aftur af stað. Ingvar E. Sigurðsson leikur hins vegar útgerðarkóng sem er ástfanginn af Jónatan en hann er leikinn af Gunnari Hanssyni. „Ég held að íbúunum sé alveg slétt sama, fullkomlega, það verður allavega engum alíkálfi slátrað þegar maður kemur,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Ólafur Jóhannesson. Hann er á leiðinni heim til Búðardals þar sem nýjasta kvikmynd hans, Laxdæla Lárusar Skjaldarsonar, gerist. Ólafur er frá Búðardal, ólst þar upp en vill sem minnst af laginu Heim í Búðardal eftir Gunnar Þórðarson vita. „Nei, maður fattaði að þetta lag er til á einhverjum tímapunkti sem Búðdælingur og svo fékk maður ógeð á því.“ Æfingar hafa staðið yfir í gamla Saltfélagshúsinu að undanförnu en hópurinn heldur vestur í vikunni og leggur þá Búðardal undir sig. „Já, við munum búa úti um allt, í leikskólum, félagsheimilinu og svo munum við ganga inn í hús. Árangurinn veltir svolítið mikið á gestrisni íbúanna,“ útskýrir Ólafur. Laxdæla Lárusar segir frá Lárusi, sem er verkfræðingur með allt niðrum sig. Konan farin og hann stendur berskjaldaður frammi fyrir nöprum hversdagsleikanum. Hann ákveður að ljúga sig inn í samfélagið í Búðardal á þeim forsendum að hann geti sett sláturhús staðarins aftur af stað. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá leikur Stefán Karl Stefánsson aðalhlutverkið en hann verður í góðum félagsskap. Benedikt Erlingsson, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Hilmir Snær, Harpa Arnarsdóttir og Eggert Þorleifsson fara öll með hlutverk í myndinni en Eggert leikur sveitarstjórann á svæðinu. Ágústa Eva Erlendsdóttir leikur einnig stórt hlutverk í myndinni en hún er einnig að leika Bjarnfreði í kvikmyndinni Bjarnfreðarson. „Ég og Ragnar Bragason erum fínir vinir og ræddum þetta, hún verður á einhverjum þvælingi á milli tökustaða og er bara sátt með það,“ útskýrir Ólafur. Ingvar E. Sigurðsson leikur síðan útgerðarkóng að vestan sem hefur fundið ástina í líki Jónatans sem Gunnar Hansson leikur. Ólafur segir að hópurinn hafi átt erfitt með sig þegar þeir tveir voru að æfa atriðin sín, menn og konur hafi hreinlega grenjað úr hlátri. Ólafur hræðist ekkert að fara með þennan stóra hóp stórstjarna vestur á land. „Þetta verður ekkert mál og það sem mér þykir eiginlega skemmtilegast er að þarna hittir listapakkið af höfuðborgarsvæðinu listafólkið utan af landi og það verður til einhver ljóstillífun þarna á milli af því einhver api ákveður að búa til kvikmynd,“ útskýrir Ólafur. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Ég held að íbúunum sé alveg slétt sama, fullkomlega, það verður allavega engum alíkálfi slátrað þegar maður kemur,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Ólafur Jóhannesson. Hann er á leiðinni heim til Búðardals þar sem nýjasta kvikmynd hans, Laxdæla Lárusar Skjaldarsonar, gerist. Ólafur er frá Búðardal, ólst þar upp en vill sem minnst af laginu Heim í Búðardal eftir Gunnar Þórðarson vita. „Nei, maður fattaði að þetta lag er til á einhverjum tímapunkti sem Búðdælingur og svo fékk maður ógeð á því.“ Æfingar hafa staðið yfir í gamla Saltfélagshúsinu að undanförnu en hópurinn heldur vestur í vikunni og leggur þá Búðardal undir sig. „Já, við munum búa úti um allt, í leikskólum, félagsheimilinu og svo munum við ganga inn í hús. Árangurinn veltir svolítið mikið á gestrisni íbúanna,“ útskýrir Ólafur. Laxdæla Lárusar segir frá Lárusi, sem er verkfræðingur með allt niðrum sig. Konan farin og hann stendur berskjaldaður frammi fyrir nöprum hversdagsleikanum. Hann ákveður að ljúga sig inn í samfélagið í Búðardal á þeim forsendum að hann geti sett sláturhús staðarins aftur af stað. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá leikur Stefán Karl Stefánsson aðalhlutverkið en hann verður í góðum félagsskap. Benedikt Erlingsson, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Hilmir Snær, Harpa Arnarsdóttir og Eggert Þorleifsson fara öll með hlutverk í myndinni en Eggert leikur sveitarstjórann á svæðinu. Ágústa Eva Erlendsdóttir leikur einnig stórt hlutverk í myndinni en hún er einnig að leika Bjarnfreði í kvikmyndinni Bjarnfreðarson. „Ég og Ragnar Bragason erum fínir vinir og ræddum þetta, hún verður á einhverjum þvælingi á milli tökustaða og er bara sátt með það,“ útskýrir Ólafur. Ingvar E. Sigurðsson leikur síðan útgerðarkóng að vestan sem hefur fundið ástina í líki Jónatans sem Gunnar Hansson leikur. Ólafur segir að hópurinn hafi átt erfitt með sig þegar þeir tveir voru að æfa atriðin sín, menn og konur hafi hreinlega grenjað úr hlátri. Ólafur hræðist ekkert að fara með þennan stóra hóp stórstjarna vestur á land. „Þetta verður ekkert mál og það sem mér þykir eiginlega skemmtilegast er að þarna hittir listapakkið af höfuðborgarsvæðinu listafólkið utan af landi og það verður til einhver ljóstillífun þarna á milli af því einhver api ákveður að búa til kvikmynd,“ útskýrir Ólafur.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira