Stóra spurningin Jón Ormur Halldórsson skrifar 24. ágúst 2009 06:00 Stærsta spurningin í stjórnmálum, þjóðfélagsmálum og efnahagsmálum líðandi stundar er ekki aðeins einföld heldur einnig augljós. Hún er líka miklu meira en hundruð ára gömul: En hennar er sjaldan spurt í alvöru: Getur eitthvað komið í stað kapítalismans? Einn af leiðtogum kommúnista á Indlandi sagði ekki alls fyrir löngu að hann væri ekki lengur kommúnisti, en hann gæti ekki hætt að trúa að eitthvað merkilegra skipulag væri til á mannlegu samfélagi en kapítalismi. Í kreppunni hefur þeim fjölgað um víða veröld sem þannig hugsa og um leið þeim sem spyrja af einhverju viti hvort ráðandi hagskipulag heimsins fái staðist til lengdar. Þeir eru þó líklega öllu fleiri sem minnast þess hryllings sem tilraunir tuttugustu aldar til að búa til hagskipulag byggt á þjóðernishyggju eða á vísindum á borð við marxisma leiddu til. Og enn fleiri sem sjá hundruð milljóna Asíumanna brjótast úr fátækt til bjargálna með aðferðum kapítalismans. Einn meginlærdómur af sögu kapítalismans er hins vegar sá að ekkert, hversu stöðugt sem það virðist, fær staðist til lengdar. Kapítalisminn er byltingarafl. Það var ekki aðeins Marx, sá laumulegi aðdáandi kapítalismans, sem ritaði um það eðli hans að breyta sér, brjóta sig niður og byggja sig upp í nýrri mynd. „Allt sem er gegnheilt gufar upp" sagði hann um tíma borgarastéttarinnar. Schumpeter, sem var öllu þekktari fyrir aðdáun sína á kapítalismanum en Marx, kallaði fyrirbærið „hina skapandi eyðileggingu". Það þarf heldur svo sem ekki fræðileg rök þessi misserin til að vekja athygli Íslendinga á byltingareðli, sköpunarkrafti og eyðingarmættií kapítalisma og frjálsra markaða. En býður einhver uppá eitthvað annað? Ekki enn. Það er hins vegar orðið langt síðan að jafnmargir hæfir menn hafa glímt við grundvallarspurningar um samband og sátt fjármagns, framleiðslu, neyslu og þjóðfélaga. Því eru spennandi tímar framundan í stjórnmálum. Það er kallað eftir nýrri málamiðlun á milli markaða og þjóðfélaga, á milli auðmagns og vinnuafls og á milli fjármagns og framleiðslu. Þjóðfélög heimsins hafa áður glímt við þetta eins og í heimskreppunni og við lok síðari heimstyrjaldarinnar. Niðurstöðurnar breyttu heiminum. Það sama mun gerast í kjölfar yfirstandandi kreppu. Það sem hefur hins vegar bæst við er að einhvers konar sátt þarf ekki einungis að nást á milli fjármagns, vinnuafls, framleiðslu, neyslu og þjóðfélagshátta heldur einnig á milli alls þessa og náttúrunnar sem framleiðsla og neyslumynstur mannkyns eru að eyða. Í rauninni snýst spurningin um þetta: Eiga þjóðfélög að sníða markaði að pólitískum markmiðum eða eiga markaðir að fá frelsi til að móta þjóðfélög í sína mynd? Spurningin er ekki ný. Henni var fyrst varpað fram með þessum hætti fyrir áratugum síðan af fræðimanninum Polanyi sem benti á að frjálsir markaðir væru ekki náttúrulögmál heldur þvert á móti sérlega fágæt fyrirbæri í sögu siðmenningar. Frjálsir markaðir byggja á einbeittum pólitískum vilja og sterku ríkisvaldi og hvorugt hefur yfirleitt verið til staðar. Frjálsir markaðir eru gæddir því eðli að umturna því sem fyrir er og móta samfélög með síbreytilegum og óútreiknanlegum hætti. Í Evrópu hefur borið á því að undanförnu að menn hafa rætt um að kapítalisminn þurfi að verða þjónn þjóðfélaga frekar en hugmyndafræðilegt markmið þeirrra. Það er svo sem ekki nýtt, jafnaðarmenn í Þýskalandi orðuðu þessa hugsun fyrir nærri hálfri öld. Menn hafa líka bent á að kreppan á áttunda áratugi síðustu aldar stafaði af því að tamdir markaðir Vesturlanda réðu ekki við samkeppni frá Asíu, sem byggði raunar alls ekki á frjálsum mörkuðum í þeirri álfu. Asíumenn líta á frjálsa markaði sem hentug og tímabundin tæki og undrast oft mjög þá lotningu sem fyrir þeim er borin á Vesturlöndum. Þeir líta margir á trú vestrænna manna á visku markaða sem sérkennilega hjátrú. Og það er Asía sem nú fer að ráða ferðinni. Margt hefur líka breyst. Tónninn í stjórnmálaumræðu Evrópu, sérstaklega á meðal yngra fólks minnir sífellt meira á 1968 en 2008. Umræður menntamanna endurspegla raunar sjaldnast þjóðarvilja en það er gerjun í gangi sem ekki hefur gætt í langan tíma. Sú gerjun hefur til þessa aðeins leitt til hugmynda um strangari reglur og aukið eftirlit ríkisisins á ýmsum sviðum, sérstaklega hvað varðar fjármálamarkaði. Tónninn er hins vegar þyngri en svo að endurbætur á regluverki kveði niður umræðu um mikilsverða þætti þjóðskipulagsins. Og það í þjóðfélögum sem kreppan hefur farið mildari höndum um en okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Stærsta spurningin í stjórnmálum, þjóðfélagsmálum og efnahagsmálum líðandi stundar er ekki aðeins einföld heldur einnig augljós. Hún er líka miklu meira en hundruð ára gömul: En hennar er sjaldan spurt í alvöru: Getur eitthvað komið í stað kapítalismans? Einn af leiðtogum kommúnista á Indlandi sagði ekki alls fyrir löngu að hann væri ekki lengur kommúnisti, en hann gæti ekki hætt að trúa að eitthvað merkilegra skipulag væri til á mannlegu samfélagi en kapítalismi. Í kreppunni hefur þeim fjölgað um víða veröld sem þannig hugsa og um leið þeim sem spyrja af einhverju viti hvort ráðandi hagskipulag heimsins fái staðist til lengdar. Þeir eru þó líklega öllu fleiri sem minnast þess hryllings sem tilraunir tuttugustu aldar til að búa til hagskipulag byggt á þjóðernishyggju eða á vísindum á borð við marxisma leiddu til. Og enn fleiri sem sjá hundruð milljóna Asíumanna brjótast úr fátækt til bjargálna með aðferðum kapítalismans. Einn meginlærdómur af sögu kapítalismans er hins vegar sá að ekkert, hversu stöðugt sem það virðist, fær staðist til lengdar. Kapítalisminn er byltingarafl. Það var ekki aðeins Marx, sá laumulegi aðdáandi kapítalismans, sem ritaði um það eðli hans að breyta sér, brjóta sig niður og byggja sig upp í nýrri mynd. „Allt sem er gegnheilt gufar upp" sagði hann um tíma borgarastéttarinnar. Schumpeter, sem var öllu þekktari fyrir aðdáun sína á kapítalismanum en Marx, kallaði fyrirbærið „hina skapandi eyðileggingu". Það þarf heldur svo sem ekki fræðileg rök þessi misserin til að vekja athygli Íslendinga á byltingareðli, sköpunarkrafti og eyðingarmættií kapítalisma og frjálsra markaða. En býður einhver uppá eitthvað annað? Ekki enn. Það er hins vegar orðið langt síðan að jafnmargir hæfir menn hafa glímt við grundvallarspurningar um samband og sátt fjármagns, framleiðslu, neyslu og þjóðfélaga. Því eru spennandi tímar framundan í stjórnmálum. Það er kallað eftir nýrri málamiðlun á milli markaða og þjóðfélaga, á milli auðmagns og vinnuafls og á milli fjármagns og framleiðslu. Þjóðfélög heimsins hafa áður glímt við þetta eins og í heimskreppunni og við lok síðari heimstyrjaldarinnar. Niðurstöðurnar breyttu heiminum. Það sama mun gerast í kjölfar yfirstandandi kreppu. Það sem hefur hins vegar bæst við er að einhvers konar sátt þarf ekki einungis að nást á milli fjármagns, vinnuafls, framleiðslu, neyslu og þjóðfélagshátta heldur einnig á milli alls þessa og náttúrunnar sem framleiðsla og neyslumynstur mannkyns eru að eyða. Í rauninni snýst spurningin um þetta: Eiga þjóðfélög að sníða markaði að pólitískum markmiðum eða eiga markaðir að fá frelsi til að móta þjóðfélög í sína mynd? Spurningin er ekki ný. Henni var fyrst varpað fram með þessum hætti fyrir áratugum síðan af fræðimanninum Polanyi sem benti á að frjálsir markaðir væru ekki náttúrulögmál heldur þvert á móti sérlega fágæt fyrirbæri í sögu siðmenningar. Frjálsir markaðir byggja á einbeittum pólitískum vilja og sterku ríkisvaldi og hvorugt hefur yfirleitt verið til staðar. Frjálsir markaðir eru gæddir því eðli að umturna því sem fyrir er og móta samfélög með síbreytilegum og óútreiknanlegum hætti. Í Evrópu hefur borið á því að undanförnu að menn hafa rætt um að kapítalisminn þurfi að verða þjónn þjóðfélaga frekar en hugmyndafræðilegt markmið þeirrra. Það er svo sem ekki nýtt, jafnaðarmenn í Þýskalandi orðuðu þessa hugsun fyrir nærri hálfri öld. Menn hafa líka bent á að kreppan á áttunda áratugi síðustu aldar stafaði af því að tamdir markaðir Vesturlanda réðu ekki við samkeppni frá Asíu, sem byggði raunar alls ekki á frjálsum mörkuðum í þeirri álfu. Asíumenn líta á frjálsa markaði sem hentug og tímabundin tæki og undrast oft mjög þá lotningu sem fyrir þeim er borin á Vesturlöndum. Þeir líta margir á trú vestrænna manna á visku markaða sem sérkennilega hjátrú. Og það er Asía sem nú fer að ráða ferðinni. Margt hefur líka breyst. Tónninn í stjórnmálaumræðu Evrópu, sérstaklega á meðal yngra fólks minnir sífellt meira á 1968 en 2008. Umræður menntamanna endurspegla raunar sjaldnast þjóðarvilja en það er gerjun í gangi sem ekki hefur gætt í langan tíma. Sú gerjun hefur til þessa aðeins leitt til hugmynda um strangari reglur og aukið eftirlit ríkisisins á ýmsum sviðum, sérstaklega hvað varðar fjármálamarkaði. Tónninn er hins vegar þyngri en svo að endurbætur á regluverki kveði niður umræðu um mikilsverða þætti þjóðskipulagsins. Og það í þjóðfélögum sem kreppan hefur farið mildari höndum um en okkar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun