Körfubolti

Valur lagði Hamar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valur og KR unnu bæði sína leiki í kvöld.
Valur og KR unnu bæði sína leiki í kvöld.
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna í kvöld þar sem Valur vann meðal annars eins stigs sigur á Hamar á heimavelli, 61-60.

Tölfræði leiksins liggur ekki fyrir á þessari stundu.

Þá vann KR sigur á Snæfelli, 66-44, þar sem Margrét Kara Sturludóttir var stigahæst með nítján stig en Sigrún Sjöfn Ámundadóttir kom næst með sautján. Hildur Sigurðardóttir skoraði fimmtán stig og tók tólf fráköst.

Berglind Gunnarsdóttir skoraði flest stig Snæfellinga eða fjórtán og Kristen Green var með tíu.

Þá vann Keflavík sigur á Grindavík, 82-66, en Keflavík hafði eins stigs forystu í hálfleik, 40-39. Keflavík tók svo öll völd í þriðja leikhluta og vann öruggan sigur.

Birna Valgarðsdóttir fór mikinn í leiknum og skoraði 29 stig fyrir Keflavík en þrír leikmenn í liði Grindavíkur voru með þrettán stig.

Haukar eru sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 20 stig en Keflavík komst upp í annað sætið og er með átján stig, rétt eins og Hamar. Valur er svo í fjórða sæti með fjórtán stig, KR í fimmta með tólf og Grindavík er með tólf stig í sjötta sæti.

Fjölnir og Snæfell eru á botni deildarinnar með tvö stig hvort.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×