Milljarðabónusar til starfsmanna UBS vekja ofsareiði í Sviss 27. janúar 2009 13:17 Ofsareiði ríkir nú meðal almennings í Sviss eftir að ljóst varð að stjórn UBS bankans ætlar að borga starfsmönnum sínum samtals 2 milljarða franka eða um 210 milljarða kr. í bónusgreiðslur fyrir árið í fyrra. Í frétt um málið á e24.no kemur fram að upphaflega ætlaði stjórn bankans að borga starfsmönnum sínum 3 milljarða franka en dró aðeins í land á síðustu stundu. Þegar ljóst varð s.l. haust að stjórnvöld í Sviss þurftu að koma UBS til aðstoðar og láta bankanum í té 20 milljarða franka eða um 2.100 milljarða kr. til að forða honum frá falli urðu uppþot fyrir utan höfuðstöðvar UBS í Zürich og víðar í Sviss. Bónusgreiðslur eru fastur liður í bankasamfélagi Sviss en það virkar eins og rauð dula framan í andlit almennings í Sviss að ætla að verðlauna starfsmenn bankans fyrir það að hafa nær rekið UBS í gjaldþrot. Hver almennur starfsmaður fær tæplega 3 milljónir kr. í sinn hlut en stjórnendur fá snökktum hærri upphæð. Komið hefur fram þverpólitísk og hörð gagnrýni á bónusgreiðslurnar á svissneska þinginu en hún hrekkur af stjórn UBS eins og vatn af gæs. Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ofsareiði ríkir nú meðal almennings í Sviss eftir að ljóst varð að stjórn UBS bankans ætlar að borga starfsmönnum sínum samtals 2 milljarða franka eða um 210 milljarða kr. í bónusgreiðslur fyrir árið í fyrra. Í frétt um málið á e24.no kemur fram að upphaflega ætlaði stjórn bankans að borga starfsmönnum sínum 3 milljarða franka en dró aðeins í land á síðustu stundu. Þegar ljóst varð s.l. haust að stjórnvöld í Sviss þurftu að koma UBS til aðstoðar og láta bankanum í té 20 milljarða franka eða um 2.100 milljarða kr. til að forða honum frá falli urðu uppþot fyrir utan höfuðstöðvar UBS í Zürich og víðar í Sviss. Bónusgreiðslur eru fastur liður í bankasamfélagi Sviss en það virkar eins og rauð dula framan í andlit almennings í Sviss að ætla að verðlauna starfsmenn bankans fyrir það að hafa nær rekið UBS í gjaldþrot. Hver almennur starfsmaður fær tæplega 3 milljónir kr. í sinn hlut en stjórnendur fá snökktum hærri upphæð. Komið hefur fram þverpólitísk og hörð gagnrýni á bónusgreiðslurnar á svissneska þinginu en hún hrekkur af stjórn UBS eins og vatn af gæs.
Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira