Fótbolti

Mánuður í Nistelrooy

NordicPhotos/GettyImages

Hollenska markamaskínan Ruud van Nistelrooy hjá Real Madrid hefur verið frá keppni frá því í nóvember á síðasta ári vegna hnémeiðsla.

Spænskir fjölmiðlar hafa gert því skóna að hann fari frá Real í sumar en Hollendingurinn segist fyrst og fremst hugsa um að reyna að ná sér góðum af meiðslunum áður en hann hugsar lengra.

"Ég hugsa að ég geti byrjað að æfa aftur eftir mánuð. Mér líður vel og ég er bjartsýnn. Ég hlakka til að geta sparkað aftur í bolta og að fara svo að spila. Ég verð að bíða fram á næstu leiktíð, en ég er mjög spenntur og það er mér hvatning að snúa aftur," sagði Nistelrooy.

Hann hefur verið orðaður við félög eins og Tottenham og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×