Fótbolti

Kaka lagði upp tvö og Ronaldo skoraði eftir að hafa komið inn af bekknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo sést hér skora markið sitt.
Cristiano Ronaldo sést hér skora markið sitt. Mynd/AFP

Real Madrid vann góðan 3-0 sigur á Espanyol í gærkvöldi og er því áfram við hlið Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Esteban Granero, Guti og varamaðurinn Cristiano Ronaldo skoruðu mörk Madrídar-liðsins í leiknum.

Kaka á enn eftir að opna markareikning sinn fyrir Real Madrid en hann átti mikinn þátt í sigrinum á Espanyol með því að leggja upp tvö fyrstu mörkin. Cristiano Ronaldo kom inn á sem varamaður og skoraði þriðja markið á síðustu mínútu leiksins.

„Það er mikil pressa á Ronaldo en hann skoraði í síðasta leik og aftur í dag þannig að hann er að komast inn í nýja deild," sagði Manuel Pellegrini, þjálfari Real Madrid.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×