Sport

Sonur Jordans gafst upp

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jeff jordan fékk ekki alla hæfileika föður síns í vöggugjöf.
nordic photos/afp
Jeff jordan fékk ekki alla hæfileika föður síns í vöggugjöf. nordic photos/afp

Það er ekki auðvelt að vera sonur besta körfuboltamanns allra tíma, Michaels Jordan, og reyna síðan sjálfur að stunda íþróttina. Það reyndi þó Jeff Jordan, tuttugu ára, en hann hefur nú gefist upp á því að reyna að feta í fótspor föður sins.

Jordan var að leika með Illinois-háskóla en hafði hingað til aðeins leikið sem varamaður hjá skólanum.

Hann hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna enda þykir hann ekki hafa það sem til þarf. Hann ætlar þess í stað að einbeita sér að náminu og verður áfram í Illinois-háskólanum.

Þess má geta að Jeff lék í treyju númer 13 en ekki númer 23 eins og faðir hans gerði.

Yngri sonur Jordans, Marcus, átján ára, leikur með Flórída-háskóla og þykir betri en Jeff.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×