Körfubolti

KR-konur komnar með sex stiga forskot í kvennakörfunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, átti góðan leik  í kvöld.
Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, átti góðan leik í kvöld. Mynd/Vilhelm
Kvennalið KR hélt sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild kvenna í kvöld með 24 stiga sigri á nýliðum Njarðvíkur í DHL-Höllinni. Njarðvík hélt í við KR í byrjun en KR var þó komið 11 stigum yfir í hálfleik, 59-48.

KR-liðið hefur unnið alla átta leiki tímabilsins og þar sem að Hamar tapaði í Keflavík er Vesturbæjarliðið komið með sex stiga forskot í deildinni.

Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, átti góðan leik en hún var með 14 stig, 16 fráköst og 6 stoðsendingar. Annars dreifðist stigaskor KR-liðsins á marga leikmenn í kvöld.



KR-Njarðvík 82-58 (39-28)

Stig KR: Unnur Tara Jónsdóttir 15 (5 fráköst), Hildur Sigurðardóttir 14 (16 fráköst, 6 stoðsendingar), Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 12 (5 fráköst), Margrét Kara Sturludóttir 10, Signý Hermannsdóttir 9 (6 fráköst, 5 varin, 4 stoðsendingar), Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 9, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6, Helga Einarsdóttir 4 (8 fráköst), Brynhildur Jónsdóttir 3.

Stig Njarðvíkur: Shantrell Moss 32 (4 varin, 6 stolnir), Harpa Hallgrímsdóttir 10, Ólöf Helga Pálsdóttir 9, Sigurlaug Guðmundsdóttir 3, Auður Jónsdóttir 3, Helga Jónasdóttir 1.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×