Körfubolti

Los Angeles Lakers er komið áfram eftir sigur á Utah í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Deron Williams var ekki alveg sáttur við  Kobe Bryant í nótt.
Deron Williams var ekki alveg sáttur við Kobe Bryant í nótt. Mynd/GettyImages
Los Angeles Lakers tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta með 107-96 sigri á Utah Jazz í fimmta leik liðanna í nótt. Lakers vann einvígið 4-1 en lið vann tvo fyrstu leikina og svo þá tvo síðustu.

Sigur Lakers í nótt var öruggur og frammistaða Utah-liðsins olli örugglega stuðningsmönnum liðsins miklum vonbrigðum. Yfirburðir Lakers skrifast því frekar á dapra spilamennsku Utah en að Lakers-menn séu komnir í meistarahaminn.

Kobe Bryant skoraði 31 stig í sigrinum í nótt og Lamar Odom bætti við 26 stigum og 15 fráköstum. Pau Gasol skoraði síðan 17 stig og tók 11 fráköst.

Bryant var ekki alveg sáttur og óskaði eftir því að leikmennirnir sem kæmu inn af bekknum spiluðu betri vörn. „Við fáum nú viku til þess að undirbúa okkur fyrir næstu seríu. Við munum nýta hana í að tala vel saman og laga það þarf að laga," sagði Bryant.

„Ég er bara tilbúinn í næstu seríu hverjir sem mótherjarnir verða," bætti Kobe við en Lakers mun mæta sigurvegaranum úr einvígi Portland og Houston en Houston er 3-1 yfir í því einvígi.

„Meiðslin höfðu mikil áhrif á okkar lið og við náðum aldrei rétta taktinum," sagði Deron Williams, leikstjórnandi Utah-liðsins. „Við vorum á niðurleið fyrir úrslitakeppnina og náðum ekki að breyta því," bætti hann við.

Paul Millsap var stigahæstur hjá Utah í nótt með 16 stig og þeir Andrei Kirilenko og Williams skoruðu 14 stig hvor.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×