Alþjóðaheilbrigðisdagurinn 2009 7. apríl 2009 00:01 Afar öflugur jarðskjálfti, 6,1 stig á Richter, skók Suðurland í maí á síðasta ári. Töluverðar skemmdir urðu á þeim svæðum sem næst lágu skjálftaupptökunum. Lítilsháttar skemmdir urðu á Sjúkrahússinu á Selfossi og var það rýmt að hluta. Eftir skoðun kom í ljós að engar skemmdur voru á burðarþoli byggingarinnar og var því hægt að halda uppi eðlilegri starfsemi á sjúkrahúsinu. Mikilvægt er að byggingar heilbrigðiskerfisins standi af sér hamfarir og neyðarástand til að geta veitt þá þjónustu sem þörf er á. Í ár er alþjóðaheilbrigðisdagurinn tileinkaður áhrifum neyðarástands á sjúkrahús og viðbúnað þeirra en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) heldur upp á daginn 7. apríl ár hvert. Í tilefni dagsins leggur WHO sérstaka áherslu á að sjúkrahús séu hönnuð til að standa af sér neyðarástand, að þau hafi viðbragðsáætlanir og að þeim séu tryggð nauðsynleg aðföng. Einnig leggur WHO áherslu á að heilbrigðisstarfsfólki sé gert kleift að takast á við afleiðingar neyðarástands. Á Íslandi hefur verið byggt upp traust viðbúnaðarkerfi til að takast á við náttúruhamfarir og aðrar ógnir. Samkvæmt lögum um almannavarnir er heilbrigðisstofnunum skylt að útbúa viðbragðsáætlanir og er nú unnið að samræmingu þessara áætlana. Ísland er þátttakandi í norrænu samstarfi um heilbrigðisviðbúnað og hefur að auki innleitt alþjóðaheilbrigðisreglugerð WHO sem hefur það að markmiði að hindra alþjóðlega útbreiðslu hættulegra smitsjúkdóma og sjúkdóma af völdum eiturefna og geislavirkra efna. Á hverjum tíma standa lönd heims frammi fyrir einhvers konar neyðarástandi hvort heldur sem það eru náttúruhamfarir, átök, smitsjúkdómar eða efnahagsþrengingar. Mikilvægt er að heilbrigðisþjónustan sé örugg, öflug, búin réttum aðföngum og tryggð fjármögnun til að geta brugðist við þeim aðstæðum sem upp koma. Við getum ekki fyrirbyggt neyðarástand en við getum reynt að tryggja að þegar neyðarástand skapast séum við tilbúin að takast á við það svo það hafi sem minnsta röskun í för með sér. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Afar öflugur jarðskjálfti, 6,1 stig á Richter, skók Suðurland í maí á síðasta ári. Töluverðar skemmdir urðu á þeim svæðum sem næst lágu skjálftaupptökunum. Lítilsháttar skemmdir urðu á Sjúkrahússinu á Selfossi og var það rýmt að hluta. Eftir skoðun kom í ljós að engar skemmdur voru á burðarþoli byggingarinnar og var því hægt að halda uppi eðlilegri starfsemi á sjúkrahúsinu. Mikilvægt er að byggingar heilbrigðiskerfisins standi af sér hamfarir og neyðarástand til að geta veitt þá þjónustu sem þörf er á. Í ár er alþjóðaheilbrigðisdagurinn tileinkaður áhrifum neyðarástands á sjúkrahús og viðbúnað þeirra en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) heldur upp á daginn 7. apríl ár hvert. Í tilefni dagsins leggur WHO sérstaka áherslu á að sjúkrahús séu hönnuð til að standa af sér neyðarástand, að þau hafi viðbragðsáætlanir og að þeim séu tryggð nauðsynleg aðföng. Einnig leggur WHO áherslu á að heilbrigðisstarfsfólki sé gert kleift að takast á við afleiðingar neyðarástands. Á Íslandi hefur verið byggt upp traust viðbúnaðarkerfi til að takast á við náttúruhamfarir og aðrar ógnir. Samkvæmt lögum um almannavarnir er heilbrigðisstofnunum skylt að útbúa viðbragðsáætlanir og er nú unnið að samræmingu þessara áætlana. Ísland er þátttakandi í norrænu samstarfi um heilbrigðisviðbúnað og hefur að auki innleitt alþjóðaheilbrigðisreglugerð WHO sem hefur það að markmiði að hindra alþjóðlega útbreiðslu hættulegra smitsjúkdóma og sjúkdóma af völdum eiturefna og geislavirkra efna. Á hverjum tíma standa lönd heims frammi fyrir einhvers konar neyðarástandi hvort heldur sem það eru náttúruhamfarir, átök, smitsjúkdómar eða efnahagsþrengingar. Mikilvægt er að heilbrigðisþjónustan sé örugg, öflug, búin réttum aðföngum og tryggð fjármögnun til að geta brugðist við þeim aðstæðum sem upp koma. Við getum ekki fyrirbyggt neyðarástand en við getum reynt að tryggja að þegar neyðarástand skapast séum við tilbúin að takast á við það svo það hafi sem minnsta röskun í för með sér. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar