Körfubolti

Dampier ætlar að senda Parker í gólfið

Tony Parker keyrir hér framhjá Dampier
Tony Parker keyrir hér framhjá Dampier Nordic Photos/Getty Images

Franski leikstjórnandinn Tony Parker hjá San Antonio Spurs fór hamförum þegar liðið vann öruggan sigur á Dallas í öðrum leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA í nótt sem leið.

Parker skoraði 29 af 38 stigum sínum í fyrri hálfleik og skoraði sex af sextán körfum sínum úr sniðskotum. Slíkt er ekki vant að viðgangast í hörkunni í úrslitakeppninni og einn er sá maður sem ætlar ekki að láta svona lagað koma fyrir aftur. Það er miðherjinn Erick Dampier hjá Dallas.

"Við verðum að senda hann í gólfið í hvert skipti sem hann keyrir að körfunni. Fyrsta brotið verður að senda honum skilaboð um að hann eigi langt kvöld fyrir höndum. Fyrsta villan mín á hann á fimmtudagskvöldið mun senda hann í gólfið, ég lofa því," sagði Dampier í samtali við Dallas Morning News.

Staðan í einvígi Texas-liðanna er jöfn 1-1 eftir fyrstu tvo leikina í San Antonio. Þriðji leikurinn er í Dallas á fimmtudagskvöldið klukkan 0:30 og verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsrásinni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×