Fótbolti

Danska sambandið leyfir Morten Olsen ekki að taka við Ajax

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Morten Olsen, landsliðsþjálfara Dana.
Morten Olsen, landsliðsþjálfara Dana. Mynd/AFP

Hollenska liðið Ajax er að leita sér að nýjum þjálfara eftir að Marco Van Basten sagði starfi sínu lausu hjá liðinu fyrir skömmu. Þeir geta hinsvegar gleymt því að þeir geti nælt í Morten Olsen, landsliðsþjálfara Dana.

Morten Olsen hefur verið orðaður við starfið hjá Ajax en danska sambandið segir að hann geti ekki bæði verið landsliðs- og félagsþjálfari á sama tíma.

Jim Stjerne Hansen, framkvæmdastjóri danska sambandsins, segir málið ekki einu sinni vera til umræðu af þeirra hálfu.

Guus Hiddink, tók við liði Chelsea í vetur þrátt fyrir að vera enn landsliðsþjálfari Rússa. Það var hinsvegar tímabundið og mun Hiddink hætta með Chelsea eftir bikarúrslitaleikinn.

Samningur Morten Olsen við danska sambandið rennur út eftir HM í Suður-Afríku á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×