Viðskipti innlent

Gamla Úrvalsvísitalan undir 300 stigum - hefur aldrei verið lægri

Fyrrum viðskiptaráðherra vekur viðskiptin af næturdvala með bjölluhljóm ásamt Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar, og Logan Kruger, forstjóra Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls.
Fyrrum viðskiptaráðherra vekur viðskiptin af næturdvala með bjölluhljóm ásamt Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar, og Logan Kruger, forstjóra Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls. Mynd/Pjetur

Gengi hlutabréfa í Alfesca féll um 9,72 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag og bréf Straums um 8,98 prósent.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum um 3,49 prósent. Þetta er mesta hækkun dagsins. Bréf Össurar hækkaði um 1,5 prósent og Marel Food Systems um 1,01 prósent.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 1,56 prósent og stendur nú í 298 stigum. Hún hefur aldrei farið undir 300 stigin í lok dags þótt ekki sé útilokað að hún hafi gert það innan dags. Vísitalan var tekin saman fyrir rúmum áratug og var upphafsgildi hennar 1.000 stig. Lægri gildi hennar voru reiknuð aftur í tímann samkvæmt sögulegum gögnum og fór þá aldrei undir 300 stigin, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Vísitalan fer í sögubækur í júní.

Nýja vísitalan (OMXI6), sem var tekin upp um áramótin, féll hins vegar um 3,6 prósent og stendur hún nú í 892,9 stigum. Munar þar um fall á gengi bréfa Straums, sem vegur þungt í nýju vísitölunni.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×