Fótbolti

Van der Vaart á förum frá Real Madrid

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rafael van der Vaart.
Rafael van der Vaart. Nordic photos/AFP

Hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart er einn þeirra leikmanna sem fastlega er búist við því að Real Madrid reyni að losa sig við í sumar og leikmaðurinn sjálfur hefur staðfest i viðtölum að litlar líkur séu á því að hann verði áfram hjá félaginu.

Hann vill komast að hjá félagi þar sem hann fær að spila reglulega í byrjunarliðinu.

Chelsea, Hamburg og Ajax eru öll talin hafa áhuga á miðjumanninum.

„Pellegrini [stjóri Real Madrid] sagði við mig að hann myndi ekki nota mig mikið á næsta tímabili þannig að ég verð að fara frá félaginu. Real Madrid vill hins vegar fá eins mikið og mögulegt er af kaupverðinu sem félagið borgaði fyrir mig síðasta sumar og ég skil það mæta vel. Það sem skiptir máli fyrir mig núna er að finna félag sem hefur trú á mér og ég fæ að spila reglulega með," segur van der Vaart í viðtali við De Telegraaf.

Van der Vaart kom til Real Madrid frá Hamburg á 16 milljónir evra síðasta sumar og hefur gengið illa að festa sig í sessi hjá félaginu og staða hans vænkaðist ekki beint eftir kaup Madridinga í sumar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×