Körfubolti

NBA: James í stuði á meðan Lakers og Boston töpuðu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron var í miklu stuði í nótt.
LeBron var í miklu stuði í nótt. Nordic Photos/Getty Images

LeBron James var kominn í úrslitakeppnisform í nótt þegar Cleveland vann sinn 30. heimaleik í vetur. Að þessu sinni gegn Orlando í hörkuleik.

LeBron setti þrist þegar 47 sekúndur voru eftir og sökkti svo tveimur vítaskotum rétt undir lokin þegar Cleveland vann fjögurra stiga sigur, 97-93. Cleveland því aðeins tapað einum heimaleik í allan vetur.

James skoraði 43 stig í leiknum og þar af 15 af síðustu 21 stigi liðsins.

Philadelphia vann frekar óvæntan sigur á LA Lakers, 93-94, í Staples Center. Það var Andre Iguodala sem skoraði sigurkörfuna þegar leiktíminn rann út. Mögnuð endurkoma hjá Sixers sem var 14 stigum undir í lokaleikhlutanum.

Igoudala stigahæstur hjá þeim með 25 stig.

Kobe Bryant náði sér ekki á strik með Lakers og það ér áhugavert að hann hefur klikkað á meiri en tí skotum í tólf af fjórtán töpum Lakers í vetur. Hann skoraði aðeins 11 stig í leiknum en Pau Gasol var stigahæstur með 25 stig.

Chicago kom líka skemmtilega á óvart með því að skella Boston, 127-121, í leik þar sem Doc Rivers missti stjórn á skapi sínu, var vísað til búningsherbergja undir lokin. Hann tók síðan reiðina út á dómurunum eftir leikinn.

Þetta var annað tap Celtics í röð. Paul Pierce stigahæstur hjá þeim með 37 stig.

Úrslit næturinnar:

Lakers-Philadelphia 93-94

Cleveland-Orlando 97-93

Atlanta-Sacramento 119-97

SA Spurs-Sacramento 93-86

Dallas-Detroit 103-101

Chicago-Boston 127-121

Utah-Washington 103-88

Golden State-Clippers 127-120

Staðan í NBA-deildinni.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×