Fótbolti

Óheppnin eltir Rafael Marquez - reif kálfavöðva

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Marquez meiddist á vinstra hné í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor.
Rafael Marquez meiddist á vinstra hné í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor. Mynd/AFP

Rafael Marquez mexíkóski landsliðmaðurinn hjá Barcelona varð fyrir því óláni að rífa kálfavöðva á æfingu en hann var nýkominn til baka eftir erfið hnémeiðsli. Marquez verður frá í allt að fimmtán daga og missir af upphafi tímabilsins.

Rafael Marquez meiddist á hné í fyrri undanúrslitaleiknum á móti Chelsea í vor. Rafael Marquez er einn af bestu félögum Eiðs Smára hjá liðinu og í viðtalið við Fréttablaðið um áramótin sagði Eiður að hann teldi Rafael Marquez vera mikilvægasta leikmann liðsins.

Rafael Marquez er þrítugur og hefur verið hjá Barcelona síðan árið 2003. Hann hefur gefið það út að hann vilji enda ferillinn sinn hjá spænska liðinu þrátt fyrir að hafa fengið tilboð frá öðrum liðum og að samningur hans við Barcelona renni út næsta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×