Dýrt jafntefli í sólarsamba í Eistlandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júní 2009 16:37 Alexander varð í dag fyrsti fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins sem er af erlendu bergi brotinn. Mynd/Pjetur Íslenska handboltalandsliðið þarf væntanlega að gera sér annað sætið að góðu í riðli sínum í undankeppni EM. Liðið gerði nefnilega jafntefli við Eista, 25-25, ytra í dag. Liðið er engu að síður á leið á EM í Austurríki í janúar á næsta ári. Það vantaði marga menn í leikina gegn Norðmönnum og Makedónum og enn fleiri voru gengnir úr skaftinu í dag. Þar á meðal Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Þrátt fyrir það átti íslenska liðið að gera betur í dag en leikur liðsins var arfaslakur. Sóknarleikur liðsins var ákaflega vandræðalegur lengstum. Varnarleikurinn hefur þess utan ekki verið svona slakur lengi. Markverðirnir stóðu sig þó báðir þokkalega. Íslenska liðið var að elta nánast allan leikinn en góður endasprettur liðsins kom þeim yfir. Þegar skammt var eftir náði Ísland tveggja marka forskot, 24-22, en klaufaskapurinn var alls ráðandi á lokamínútunum þegar liðið kastaði frá sér sigrinum og þar með afar mikilvægu stigi. Vondur endir á frábærri undankeppni. Ísland fékk tækifæri til að klára leikinn í lokin en skot Alexanders úr ágætu færi fór fram hjá marki Eistanna og því fór sem fór. Alexander var fyrirliði Íslands í dag og er það í fyrsta skipti sem landsliðið er með fyrirliða sem er af erlendu berg brotinn. Alexander er fæddur og uppalinn í Lettlandi. Hann var augljóslega orðinn mjög þreyttur í dag enda ekki langt síðan hann fór af stað eftir erfið meiðsli. Munaði um minna fyrir íslenska liðið. Ragnar átti ágætan leik, Vignir var fínn á línunni, Heiðmar átti þokkalega innkomu og markverðirnir fínir. Aðrir geta mikið betur. Aðstæður í Eistlandi í dag voru ekkert minna en hlægilegar. Íþróttahúsið var með stóra glugga fyrir aftan áhorfendabekkina og skein sólin því beint í andlit varnarmanna og markvarðar íslenska liðsins í síðari hálfleik. Var Hreiðar Guðmundsson markvörður kominn með derhúfu í markinu á tímabili sem er ein hlægilegasta uppákoma sem undirritaður hefur séð lengi í handboltaleik. Að lokum tókst að hylja mest af sólinni með dýnum sem voru settar í gluggann. Ótrúlegt samt að það hafi verið spilað á meðan sólin skein hvað mest í andlit leikmanna Íslands. Eistland-Ísland 25-25 (15-13) Mörk Íslands (skot): Ragnar Óskarsson 7/4 (8/4), Vignir Svavarsson 4 (4), Sigurbergur Sveinsson 4 (8), Heiðmar Felixson 3 (6), Alexander Petersson 3 (10), Þórir Ólafsson 3/1 (4/1), Fannar Friðgeirsson 1 (2), Ingimundur Ingimundarson (1), Stefán Baldvin Stefánsson (1).Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 9/1 (19/3) 47%, Björgvin Páll Gústavsson 8 (23/2) 35%.Hraðaupphlaup: 4 (Vignir 3, Þórir).Fiskuð víti: 5 (Þórir, Fannar, Vignir, Heiðmar, Sigurbergur).Utan vallar: 10 mín. Íslenski handboltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið þarf væntanlega að gera sér annað sætið að góðu í riðli sínum í undankeppni EM. Liðið gerði nefnilega jafntefli við Eista, 25-25, ytra í dag. Liðið er engu að síður á leið á EM í Austurríki í janúar á næsta ári. Það vantaði marga menn í leikina gegn Norðmönnum og Makedónum og enn fleiri voru gengnir úr skaftinu í dag. Þar á meðal Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Þrátt fyrir það átti íslenska liðið að gera betur í dag en leikur liðsins var arfaslakur. Sóknarleikur liðsins var ákaflega vandræðalegur lengstum. Varnarleikurinn hefur þess utan ekki verið svona slakur lengi. Markverðirnir stóðu sig þó báðir þokkalega. Íslenska liðið var að elta nánast allan leikinn en góður endasprettur liðsins kom þeim yfir. Þegar skammt var eftir náði Ísland tveggja marka forskot, 24-22, en klaufaskapurinn var alls ráðandi á lokamínútunum þegar liðið kastaði frá sér sigrinum og þar með afar mikilvægu stigi. Vondur endir á frábærri undankeppni. Ísland fékk tækifæri til að klára leikinn í lokin en skot Alexanders úr ágætu færi fór fram hjá marki Eistanna og því fór sem fór. Alexander var fyrirliði Íslands í dag og er það í fyrsta skipti sem landsliðið er með fyrirliða sem er af erlendu berg brotinn. Alexander er fæddur og uppalinn í Lettlandi. Hann var augljóslega orðinn mjög þreyttur í dag enda ekki langt síðan hann fór af stað eftir erfið meiðsli. Munaði um minna fyrir íslenska liðið. Ragnar átti ágætan leik, Vignir var fínn á línunni, Heiðmar átti þokkalega innkomu og markverðirnir fínir. Aðrir geta mikið betur. Aðstæður í Eistlandi í dag voru ekkert minna en hlægilegar. Íþróttahúsið var með stóra glugga fyrir aftan áhorfendabekkina og skein sólin því beint í andlit varnarmanna og markvarðar íslenska liðsins í síðari hálfleik. Var Hreiðar Guðmundsson markvörður kominn með derhúfu í markinu á tímabili sem er ein hlægilegasta uppákoma sem undirritaður hefur séð lengi í handboltaleik. Að lokum tókst að hylja mest af sólinni með dýnum sem voru settar í gluggann. Ótrúlegt samt að það hafi verið spilað á meðan sólin skein hvað mest í andlit leikmanna Íslands. Eistland-Ísland 25-25 (15-13) Mörk Íslands (skot): Ragnar Óskarsson 7/4 (8/4), Vignir Svavarsson 4 (4), Sigurbergur Sveinsson 4 (8), Heiðmar Felixson 3 (6), Alexander Petersson 3 (10), Þórir Ólafsson 3/1 (4/1), Fannar Friðgeirsson 1 (2), Ingimundur Ingimundarson (1), Stefán Baldvin Stefánsson (1).Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 9/1 (19/3) 47%, Björgvin Páll Gústavsson 8 (23/2) 35%.Hraðaupphlaup: 4 (Vignir 3, Þórir).Fiskuð víti: 5 (Þórir, Fannar, Vignir, Heiðmar, Sigurbergur).Utan vallar: 10 mín.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira