Ólíkar leiðir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 31. desember 2009 06:00 Undarlegt er hversu margir virðast ekki skilja mikilvægi þess að eyða minna en þeir afla. Fyrir hrun átti þetta t.d. við um alla helstu banka og fjárfestingafélög landsins en þeir sem að þeim stóðu höfðu lítinn áhuga á að halda kostnaði innan skynsamlegra marka. Þeir trúðu að hægt væri að auka tekjur endalaust og því skipti kostnaðurinn ekki máli. Þetta reyndist rangt og því fór sem fór. Ríkisstjórn Íslands hefur að nokkru leyti tileinkað sér þetta viðhorf. Allt þetta ár hefur legið fyrir að mikill halli verður á rekstri ríkissjóðs. Líkt og bankarnir fyrir hrun treystir ríkisstjórnin á að tekjur vaxi en lætur útgjaldahliðina afskiptalitla. Þegar haft er í huga að tekjur ríkisins fást með sköttum frá einstaklingum og fyrirtækjum, og að geta þeirra til að greiða hærri skatta hefur snarminnkað, er nánast útilokað að slík lausn gangi upp. Reykjavíkurborg horfir fram á sams konar verkefni. Tekjur borgarinnar fást með sköttum á laun og fasteignir Reykvíkinga. Báðir þessir liðir dragast nú saman og því munu tekjur borgarinnar minnka á næstu misserum. Leið ríkisstjórnarinnar, heimfærð á borgina, fælist í því að hækka útsvar og fasteignaskatta. Vinstri græn í borgarstjórn hafa nú þegar lagt þetta til. Þetta finnst okkur, sem stjórnum borginni, ófær leið á sama hátt og hún reyndist ófær hinum föllnu bönkum og mun reynast ófær í ríkisrekstrinum. Að þessu sögðu verður borgin að reyna allt hvað hún getur til að minnka útgjöld. Þetta höfum við sjálfstæðismenn gert á kjörtímabilinu samhliða því að forgangsraða verkefnum. Við höfum einsett okkur að verja þjónustu sem snýr að velferðarmálum og börnum í borginni og horfum þá m.a. til reynslu Finna sem sýnir að langtímaáhrif kreppu felast oft í því hvernig börnum reiðir af löngu eftir að samdráttarskeiði lýkur. Velferðar- og skólamál taka til sín 60 prósent af tekjum borgarinnar og því er ljóst að þetta er verkefni sem krefst útsjónarsemi og áræðni. Krafa borgarbúa hlýtur þó að vera sú að þetta takist án skattahækkana. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Undarlegt er hversu margir virðast ekki skilja mikilvægi þess að eyða minna en þeir afla. Fyrir hrun átti þetta t.d. við um alla helstu banka og fjárfestingafélög landsins en þeir sem að þeim stóðu höfðu lítinn áhuga á að halda kostnaði innan skynsamlegra marka. Þeir trúðu að hægt væri að auka tekjur endalaust og því skipti kostnaðurinn ekki máli. Þetta reyndist rangt og því fór sem fór. Ríkisstjórn Íslands hefur að nokkru leyti tileinkað sér þetta viðhorf. Allt þetta ár hefur legið fyrir að mikill halli verður á rekstri ríkissjóðs. Líkt og bankarnir fyrir hrun treystir ríkisstjórnin á að tekjur vaxi en lætur útgjaldahliðina afskiptalitla. Þegar haft er í huga að tekjur ríkisins fást með sköttum frá einstaklingum og fyrirtækjum, og að geta þeirra til að greiða hærri skatta hefur snarminnkað, er nánast útilokað að slík lausn gangi upp. Reykjavíkurborg horfir fram á sams konar verkefni. Tekjur borgarinnar fást með sköttum á laun og fasteignir Reykvíkinga. Báðir þessir liðir dragast nú saman og því munu tekjur borgarinnar minnka á næstu misserum. Leið ríkisstjórnarinnar, heimfærð á borgina, fælist í því að hækka útsvar og fasteignaskatta. Vinstri græn í borgarstjórn hafa nú þegar lagt þetta til. Þetta finnst okkur, sem stjórnum borginni, ófær leið á sama hátt og hún reyndist ófær hinum föllnu bönkum og mun reynast ófær í ríkisrekstrinum. Að þessu sögðu verður borgin að reyna allt hvað hún getur til að minnka útgjöld. Þetta höfum við sjálfstæðismenn gert á kjörtímabilinu samhliða því að forgangsraða verkefnum. Við höfum einsett okkur að verja þjónustu sem snýr að velferðarmálum og börnum í borginni og horfum þá m.a. til reynslu Finna sem sýnir að langtímaáhrif kreppu felast oft í því hvernig börnum reiðir af löngu eftir að samdráttarskeiði lýkur. Velferðar- og skólamál taka til sín 60 prósent af tekjum borgarinnar og því er ljóst að þetta er verkefni sem krefst útsjónarsemi og áræðni. Krafa borgarbúa hlýtur þó að vera sú að þetta takist án skattahækkana. Höfundur er borgarfulltrúi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun