Körfubolti

Kristen Green með hæsta framlagið í 7. umferð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristen Green í leik með Snæfelli.
Kristen Green í leik með Snæfelli. Mynd/Daníel
Snæfellingurinn Kristen Green var með hæsta framlag leikmanna Iceland Express deildar kvenna í 7. umferðinni sem lauk með þremur leikjum í gær. Green fékk 38 framlagsstig í leik Snæfells og Hamars sem Hamar vann 87-71.

Green var með 36 stig, 8 fráköst, 6 stoðsendingar og 7 stolna bolta í leiknum en hún var komin með 34 af 36 stigum sínum þegar 13 mínútur voru til leiksloka og Snæfell bar 63-54 yfir. Green náði ekki að halda út og Hamarsliðið nýtti sér það í lokin.

KR-ingurinn Margrét Kara Sturludóttir og Keflvíkingurinn Bryndís Guðmundsdóttir voru hæstar af íslensku leikmönnum deildarinnar en þær fengu báðar 28 framlagsstig í leikjum sinna liða í 7. umferð.

Margrét Kara var með 25 stig, 7 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 stolna bolta í 73-43 sigri KR á Val. Bryndís var með 18 stig, 13 fráköst, 7 stoðsendingar og 4 varin skot í 68-67 sigri Keflavíkur á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum.

Hæsta framlag í 7. umferð Iceland Express deild kvenna:

Kristen Green, Snæfell 38

Margrét Kara Sturludóttir, KR 28

Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík 28

Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Haukum 25

Helga Hallgrímsdóttir, Grindavík 24

Kristrún Sigurjónsdóttir, Hamar 22






Fleiri fréttir

Sjá meira


×