Þríframlengt í Chicago 1. maí 2009 11:36 John Salmons skoraði 35 stig fyrir Chicago í nótt Nordic Photos/Getty Images Einvígi Boston Celtics og Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA er fyrir löngu orðið sígilt og í nótt þurftu liðin þrjár framlengingar til að skera úr um sigurvegarann í sjötta leiknum í Chicago. Það fór svo að lokum að heimamenn í Chicago höfðu sigur og jöfnuðu þar með metin í 3-3 í einvíginu með 128-127 sigri í maraþonleik. Oddaleikurinn verður í Boston annað kvöld. John Salmons skoraði 35 stig fyrir Chicago og nýliðinn Derrick Rose skoraði 28 stig og varði síðasta skot leiksins frá Rajon Rondo sem hefði tryggt Boston farseðilinn í næstu umferð ef það hefði farið niður. Ray Allen setti persónulegt met með því að skora 51 stig og skora níu þrista fyrir Boston, en það dugði ekki til. Þrír af byrjunarliðsmönnum Boston, þar á meðal Paul Pierce, voru komnir af velli með sex villur í lokin. Af leikjunum sex til þessa í einvíginu hefur aðeins þriðji leikurinn unnist örugglega og alls hafa sjö framlengingar litið dagsins ljós í einvíginu. NBA metið var fjórar framlengingar í einni seríu. "Þetta er algjör geggjun, en það er ekki hægt annað en að hafa gaman af þessu," sagði pollrólegur nýliði Chicago, Derrick Rose. "Fólk mun tala um þessa seríu í mörg ár," sagði Joakim Noah, leikmaður Chicago. Paul Pierce hjá Chicago tók í sama streng. "Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um þetta einvígi. Það hefur verið stórkostlegt," sagði hann. Ray Allen var þremur stigum frá félagsmeti Boston yfir flest stig í leik í úrslitakeppni. John Havlicek skoraði 54 stig í leik árið 1973. Oddaleikurinn í einvíginu verður í Boston á annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport á miðnætti. Loksins loksins hjá Houston Houston Rockets náði loksins að hrista af sér álögin sem hafa verið á liðinu undanfarin ár og tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrsta skipti síðan árið 1997 þegar liðið lagði Portland 92-76 á heimavelli. Houston vann einvígið 4-2. Ron Artest skoraði 27 stig fyrir Houston og Yao Ming skoraði 17 stig. Þetta var í fyrsta skipti sem Kínverjinn stóri vinnur seríu í úrslitakeppni síðan hann kom til liðsins árið 2002. LaMarcus Aldrige skoraði 26 stig fyrir Portland og Brandon Roy 22. Orlando áfram Orlando kláraði einvígi sitt gegn Philadelphia með öruggum 114-89 útisigri á Philadelphia og vann því samanlagt 4-2. Orlando spilaði án Dwight Howard í leiknum en það kom ekki að sök. Rashard Lewis skoraði 29 stig fyrir Orlando og Rafer Alston var með 21 stig og 10 stoðsendingar. Andre Miller var bestur hjá Philadelphia með 24 stig og 7 stoðsendingar. NBA Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Sjá meira
Einvígi Boston Celtics og Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA er fyrir löngu orðið sígilt og í nótt þurftu liðin þrjár framlengingar til að skera úr um sigurvegarann í sjötta leiknum í Chicago. Það fór svo að lokum að heimamenn í Chicago höfðu sigur og jöfnuðu þar með metin í 3-3 í einvíginu með 128-127 sigri í maraþonleik. Oddaleikurinn verður í Boston annað kvöld. John Salmons skoraði 35 stig fyrir Chicago og nýliðinn Derrick Rose skoraði 28 stig og varði síðasta skot leiksins frá Rajon Rondo sem hefði tryggt Boston farseðilinn í næstu umferð ef það hefði farið niður. Ray Allen setti persónulegt met með því að skora 51 stig og skora níu þrista fyrir Boston, en það dugði ekki til. Þrír af byrjunarliðsmönnum Boston, þar á meðal Paul Pierce, voru komnir af velli með sex villur í lokin. Af leikjunum sex til þessa í einvíginu hefur aðeins þriðji leikurinn unnist örugglega og alls hafa sjö framlengingar litið dagsins ljós í einvíginu. NBA metið var fjórar framlengingar í einni seríu. "Þetta er algjör geggjun, en það er ekki hægt annað en að hafa gaman af þessu," sagði pollrólegur nýliði Chicago, Derrick Rose. "Fólk mun tala um þessa seríu í mörg ár," sagði Joakim Noah, leikmaður Chicago. Paul Pierce hjá Chicago tók í sama streng. "Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um þetta einvígi. Það hefur verið stórkostlegt," sagði hann. Ray Allen var þremur stigum frá félagsmeti Boston yfir flest stig í leik í úrslitakeppni. John Havlicek skoraði 54 stig í leik árið 1973. Oddaleikurinn í einvíginu verður í Boston á annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport á miðnætti. Loksins loksins hjá Houston Houston Rockets náði loksins að hrista af sér álögin sem hafa verið á liðinu undanfarin ár og tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrsta skipti síðan árið 1997 þegar liðið lagði Portland 92-76 á heimavelli. Houston vann einvígið 4-2. Ron Artest skoraði 27 stig fyrir Houston og Yao Ming skoraði 17 stig. Þetta var í fyrsta skipti sem Kínverjinn stóri vinnur seríu í úrslitakeppni síðan hann kom til liðsins árið 2002. LaMarcus Aldrige skoraði 26 stig fyrir Portland og Brandon Roy 22. Orlando áfram Orlando kláraði einvígi sitt gegn Philadelphia með öruggum 114-89 útisigri á Philadelphia og vann því samanlagt 4-2. Orlando spilaði án Dwight Howard í leiknum en það kom ekki að sök. Rashard Lewis skoraði 29 stig fyrir Orlando og Rafer Alston var með 21 stig og 10 stoðsendingar. Andre Miller var bestur hjá Philadelphia með 24 stig og 7 stoðsendingar.
NBA Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga